Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 17:19 Pawel Bartoszek segir áform Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum með umferðarteppu til marks um hvað óttinn getur gert við fólk. Vísir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. „Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
„Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07