Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 17:19 Pawel Bartoszek segir áform Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum með umferðarteppu til marks um hvað óttinn getur gert við fólk. Vísir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. „Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
„Hugmyndin um að mótmæla komu fólks við landamæri þykir mér ansi ógeðfelld. Hún er kannski til marks um þann stað sem óttinn getur dregið okkur á,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Herra Hnetusmjör hefur boðað að hann muni stofna til umferðarteppu við Keflavíkurflugvöll til þess að varna ferðamönnum vegar inn í landið, ef stjórnvöld ákveða ekki að loka landamærunum. Ber mótmælin saman við mótmæli gegn flóttamönnum Pawel segir að svona hugmyndir séu til marks um að ótti við veiruna hafi greinilega leitt suma á villigötur. Ljóst sé enda að þetta grundvallist allt á ótta við ógn að utan. „Fyrir fimm eða sex árum voru mótmæli víða í Evrópu vegna flóttamanna, sem voru svipaðs eðlis, að fólk safnaðist saman á landamærum til að mótmæla því að fólk kæmi inn í landið. Mér datt ekki í hug að maður sæi eitthvað svipað hér, sérstaklega þar sem maður hefur grun um að fólkið sem hefur samúð með þessum sjónarmiðum hefur líklega ekki sjálft ímyndað sér að vera komið á þennan stað,“ segir Pawel. Rapparinn lagði þessar aðgerðir fyrst til á Instagram og stofnaði fyrir skemmstu viðburð á Facebook, þar sem rúmlega þúsund hafa staðfest þátttöku sína. Fjögur þúsund til viðbótar hafa lýst yfir áhuga. Planið er að stífla Reykjanesbrautina á sunnudaginn, samanber viðburðinn á Facebook. „Ég vona auðvitað að fólk sjái að sér og geri sér líka grein fyrir því að í þessu máli er held ég rökræða á internetinu farsælli leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Pawel. Auk þess eigi mótmæli að beinast að stjórnvaldinu, en ekki fólkinu. „Fólk verður að gera sér grein fyrir að fólk sem er að koma hingað til lands og sér að fólk er mætt til að mótmæla því, mun líta svo á að verið sé að mótmæla þeim. En ef þú vilt mótmæla stjórnvöldum, þarftu að mæta til stjórnvalda,“ segir Pawel. Að einhver ætli sér að mæta á Alþjóðaflugvöll, taka mótmælastöðu hjá fólki sem er að koma og krefjast þess að landamærum yrði lokað er nú með því ógeðfelldara sem þetta ástand hefur kallað fram í fólki.— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) April 21, 2021 Pawel ítrekar í þessu samhengi að hann sé ekki með þessu að tala gegn sóttvarnaraðgerðum á landamærum, heldur sé hann fylgjandi þeirri reglugerð sem síðast var kynnt. Sú sem var dæmd ólögmæt fór fram úr meðalhófi, að mati Pawels. „Mér finnst gæta meira meðalhófs og virðingar fyrir réttindum fólks í nýrri nálgun stjórnvalda, bæði af því að þær eru tímabundnar og það er skýrt hvenær þeim er aflétt,“ segir Pawel.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. 20. apríl 2021 11:33
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07