Græðum pening, bætum lífsgæði, drögum úr losun. Vandamál? Björn Teitsson skrifar 22. apríl 2021 10:31 Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Hjólreiðar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun