Drekkja sorgum sínum á sóttkvíarhótelinu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 15:26 Eitt stærsta hótel landsins er um þessar mundir sóttkvíarhótel, þar sem fólk er fast inni í herbergi í minnst fimm daga. Þá verður að hafa eitthvað við að vera og margir treysta þar á Bakkus. Vísir/Egill Ekkert kemur í veg fyrir að fólk neyti áfengis á sóttkvíarhótelinu á Fosshóteli, nema ef vera skyldi að það á auðvitað ekki heimangengt úr sóttkví í Vínbúðina. Sú verslun býður ekki upp á heimsendingu. Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41