Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 11:16 Formenn stjórnarflokkanna kynntu nýjustu aðgerðir stjórnvalda í Hörpu í gær. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira