Samningurinn er óuppsegjanlegur að beggja hálfu en Sebastian er nú þjálfari Fram.
Hann lætur af störfum eftir tímabilið en Einar Jónsson tekur við Fram-liðinu. Fram getur þó enn komist í úrslitakeppni.
Sebastían hefur einnig þjálfað Selfoss, Stjörnuna og Fram á Íslandi en hann tekur við HK af Elíasi Má Halldórssyni.
Sebastían til aðstoðar verður Eyjamaðurinn Guðfinnur Kristmannsson.
„Það er með mikilli ánægju sem HK býður þá Sebastían og Guðfinn velkomna til starfa í Kórnum og hlakkar okkur mikið til samstarfsins og teljum við þá vera best til þess fallna að koma á stöðugleika hjá liðinu og festa okkur í sessi í Olís-deildinni,“ segir í tilkynningu HK.