Fyrir hvern var þessi leiksýning? Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. apríl 2021 18:39 Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun