Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni Matthías Freyr Matthíasson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafin og hafa fjölmörg hjól borist í söfnunina sem sjálfboðaliðar á verkstæði okkar hafa hafist handa við að laga og yfirfara. Úthlutun í samstarfi við félagsþjónustur sveitarfélaganna er farin af stað og gengur hún vel. Það er engu líkt að upplifa gleði í augum barna og ungmenna sem sjá fram á það að geta sinnt heilnæmri útivist í sumar með því að hjóla á eigin hjóli. Markmið Hjólasöfnunarinnar er að sem flest börn og ungmenni eignist sitt eigið hjól. Í ár er líka nýbreytni í starfsemi Hjólasöfnunarinnar. Hjólreiðafélagið Drangey á Sauðárkróki og Barnaheill – Save the Children á Íslandi tóku upp samstarf og eru meðlimir Drangeyjar að taka á móti hjólum í Skagafirði. Meðlimir félagsins lagfæra og yfirfara hjólin og úthluta í samstarfi við félagsþjónustuna á Sauðárkróki. Það er ánægjulegt að sjá verkefnið stækka og vaxa með hverju árinu og það er gleðilegt að uppgötva að hægt er að útfæra Hjólasöfnunina í minni þéttbýlis- og dreifbýlisstaði á landsbyggðinni sem verður þá til þess að enn fleiri börn og ungmenni hafi kost á að eignast sín eigin hjól. Vonir standa til að hægt sé að þróa verkefnið enn frekar og útfæra á fleiri stöðum á landinu á næstu árum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru reiðubúin til þess að halda utan um slík verkefni í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. Það er ljóst að Hjólasöfnunin gengur ekki án þess að fyrirtæki og stuðningsaðilar styðji við hana. Við hjá Barnaheillum erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið. Við hlökkum til sumarsins og vonumst til þess að sjá sem flest börn og ungmenni úti að hjóla í sumar, með hjálm á höfði og bros á vör. Höfundur er verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafin og hafa fjölmörg hjól borist í söfnunina sem sjálfboðaliðar á verkstæði okkar hafa hafist handa við að laga og yfirfara. Úthlutun í samstarfi við félagsþjónustur sveitarfélaganna er farin af stað og gengur hún vel. Það er engu líkt að upplifa gleði í augum barna og ungmenna sem sjá fram á það að geta sinnt heilnæmri útivist í sumar með því að hjóla á eigin hjóli. Markmið Hjólasöfnunarinnar er að sem flest börn og ungmenni eignist sitt eigið hjól. Í ár er líka nýbreytni í starfsemi Hjólasöfnunarinnar. Hjólreiðafélagið Drangey á Sauðárkróki og Barnaheill – Save the Children á Íslandi tóku upp samstarf og eru meðlimir Drangeyjar að taka á móti hjólum í Skagafirði. Meðlimir félagsins lagfæra og yfirfara hjólin og úthluta í samstarfi við félagsþjónustuna á Sauðárkróki. Það er ánægjulegt að sjá verkefnið stækka og vaxa með hverju árinu og það er gleðilegt að uppgötva að hægt er að útfæra Hjólasöfnunina í minni þéttbýlis- og dreifbýlisstaði á landsbyggðinni sem verður þá til þess að enn fleiri börn og ungmenni hafi kost á að eignast sín eigin hjól. Vonir standa til að hægt sé að þróa verkefnið enn frekar og útfæra á fleiri stöðum á landinu á næstu árum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru reiðubúin til þess að halda utan um slík verkefni í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. Það er ljóst að Hjólasöfnunin gengur ekki án þess að fyrirtæki og stuðningsaðilar styðji við hana. Við hjá Barnaheillum erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið. Við hlökkum til sumarsins og vonumst til þess að sjá sem flest börn og ungmenni úti að hjóla í sumar, með hjálm á höfði og bros á vör. Höfundur er verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun