Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 14:39 Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefni Janssen fyrir 235 þúsund einstaklinga. Vísir/EPA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26