Hagað sér eins og rannsóknarlögregla með fyrirfram gefna niðurstöðu Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 14:14 Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Stöð 2 Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore gegn íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en þar er krafist ógildingar á nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála. Þann 9. apríl staðfesti kærunefndin þá ákvörðun Útlendingastofnunar að synja Uhunoma um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Honum voru þá gefnir þrjátíu dagar til að yfirgefa landið sjálfviljugur en að þeim tíma liðnum er hægt að vísa honum úr landi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Í stefnunni sem þingfest var í dag er einkum byggt á því að Uhunonma hafi á engu stigi fengið málsmeðferð hjá stjórnvöldum sem fórnarlamb mansals þrátt fyrir að upphafleg frásögn hans hjá Útlendingastofnun hafi gefið sterklega til kynna að hann væri slíkt fórnarlamb. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi Davíð Norðdahl, lögmanni Uhunonma, til fjölmiðla að einnig sé byggt á því að mat stjórnvalda á aðstæðum í Nígeríu fyrir þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis og þá sem þurfi á geðheilbrigðisaðstoð að halda sé rangt og óforsvaranlegt. Þá sé Uhunoma engan veginn öruggur komi til endursendingar til Nígeríu. Flúið Nígeríu vegna ofsókna Uhunoma kom til Íslands árið 2019 og segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Faðirinn hafi jafnframt ráðið móður hans bana. Þá kveðst Uhunoma vera þolandi mansals og kynferðisofbeldis, auk þess sem hann hefur glímt við mikil andleg veikindi. Fram kemur í aðsendri grein eftir íslenska vini hans sem birtist á Vísi fyrir tæpri viku að kærunefnd útlendingamála hafi metið sögu Uhunoma „ótrúverðuga“ og aðstæður í heimalandinu Nígeríu „ekki nægilega „slæmar““ til að réttlæta alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega. Uhunoma sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan. > Viðtölum ekki stýrt af fagaðilum Í stefnu Uhunoma þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðarins er harðlega gagnrýnt hvernig kærunefnd útlendingamála hafi dregið trúverðugleika hans í efa. „Hann er látinn gjalda þess að hafa á fyrri stigum hjá Útlendingastonfun einungis greint frá sumum en ekki öllum þeim tilvikum sem hann var seldur mansali í lífi sínu, sérstaklega þegar hann var mansalsfórnarlamb í Bretlandi á barnsaldri,“ segir Magnús, lögmaður Uhunoma. „Þá kýs kærunefnd útlendingamála að byggja á upplýsingum úr fölsku vegabréfi, sem gerendur í mansalsmálinu nýttu til að koma Uhunoma til Bretlands á þeim tíma. Það er alþekkt og mjög skiljanlegt að mansalsfórnarlömb eiga erfitt með að greina frá öllum áföllum sínum og því er mælst til þess að fagaðilar stýri viðtölum við svo viðkvæma hópa. Sú var ekki raunin, hvorki hjá Útlendingastofnun né hjá kærunefnd útlendingamála. Stefnandi hefur hins vegar að eigin frumkvæði sótt viðtalsmeðferð hjá Stígamótum og lagt fram gögn þess efnis sem kærunefnd útlendingamála kýs að líta framhjá.“ Látinn gjalda þess að hafa tekið upp vestrænt gælunafn Jafnframt er fullyrt í stefnunni að kærunefnd útlendingamála hafi látið Uhunoma gjalda þess að hafa tekið upp vestrænt gælunafn við komuna til Evrópu og nýtt það til að draga trúverðugleika hans í efa. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Aðsend „Þessi viðleitni Uhunoma er gríðarlega algeng hjá fólki sem kemur frá framandi löndum og kýs að nota nafn sem auðveldara að bera fram. En það er eins og kærunefnd útlendingamála setji sig í stellingar rannsóknarlögreglu og reyni eftir fremsta megni að vefengja trúverðugleika Uhunoma Osayomore að því er virðist í þeim tilgangi einum að styðja þá fyrirfram teknu ákvörðun að synja honum um vernd,“ segir Magnús. Er það álit hans að málsmeðferðarbrot stjórnvalda í máli Uhunoma séu það „alvarleg og víðtæk“ að héraðsdómi geti ekki annað en að ógilt úrskurð kærunefndar útlendingamála. Lagður inn á bráðageðdeild Í áðurnefndi grein sem skrifuð var af vinum Uhunoma segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi reynst honum mikið áfall. „Hann kveið úrskurðarins og svaf lítið sem ekkert dagana á undan og alls ekkert í kjölfarið. Á sunnudag var hann svo lagður inn á bráðageðdeild í mjög slæmu ástandi, illa haldinn af þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun auk þess sem talin var hætta á því að hann veitti sjálfum sér skaða,“ segja vinirnir í pistli sínum. Fyrr á þessu ári söfnuðust tæplega 47 þúsund undirskriftir þar sem fyrirhugaðri brottvísun Uhunoma var mótmælt. Magnús er bjartsýnn á að Héraðsdómur Reykjavíkur taki undir sjónarmið þeirra. „Ég trúi því staðfastlega að mál þetta fái jákvæðan endi og að Uhnoma fái tækifæri til að setjast hér að, upplifa áður óþekkt öryggi og leggja sitt af mörkum og taka þátt í íslensku samfélagi.“
Þann 9. apríl staðfesti kærunefndin þá ákvörðun Útlendingastofnunar að synja Uhunoma um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Honum voru þá gefnir þrjátíu dagar til að yfirgefa landið sjálfviljugur en að þeim tíma liðnum er hægt að vísa honum úr landi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Í stefnunni sem þingfest var í dag er einkum byggt á því að Uhunonma hafi á engu stigi fengið málsmeðferð hjá stjórnvöldum sem fórnarlamb mansals þrátt fyrir að upphafleg frásögn hans hjá Útlendingastofnun hafi gefið sterklega til kynna að hann væri slíkt fórnarlamb. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi Davíð Norðdahl, lögmanni Uhunonma, til fjölmiðla að einnig sé byggt á því að mat stjórnvalda á aðstæðum í Nígeríu fyrir þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis og þá sem þurfi á geðheilbrigðisaðstoð að halda sé rangt og óforsvaranlegt. Þá sé Uhunoma engan veginn öruggur komi til endursendingar til Nígeríu. Flúið Nígeríu vegna ofsókna Uhunoma kom til Íslands árið 2019 og segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Faðirinn hafi jafnframt ráðið móður hans bana. Þá kveðst Uhunoma vera þolandi mansals og kynferðisofbeldis, auk þess sem hann hefur glímt við mikil andleg veikindi. Fram kemur í aðsendri grein eftir íslenska vini hans sem birtist á Vísi fyrir tæpri viku að kærunefnd útlendingamála hafi metið sögu Uhunoma „ótrúverðuga“ og aðstæður í heimalandinu Nígeríu „ekki nægilega „slæmar““ til að réttlæta alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega. Uhunoma sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan. > Viðtölum ekki stýrt af fagaðilum Í stefnu Uhunoma þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðarins er harðlega gagnrýnt hvernig kærunefnd útlendingamála hafi dregið trúverðugleika hans í efa. „Hann er látinn gjalda þess að hafa á fyrri stigum hjá Útlendingastonfun einungis greint frá sumum en ekki öllum þeim tilvikum sem hann var seldur mansali í lífi sínu, sérstaklega þegar hann var mansalsfórnarlamb í Bretlandi á barnsaldri,“ segir Magnús, lögmaður Uhunoma. „Þá kýs kærunefnd útlendingamála að byggja á upplýsingum úr fölsku vegabréfi, sem gerendur í mansalsmálinu nýttu til að koma Uhunoma til Bretlands á þeim tíma. Það er alþekkt og mjög skiljanlegt að mansalsfórnarlömb eiga erfitt með að greina frá öllum áföllum sínum og því er mælst til þess að fagaðilar stýri viðtölum við svo viðkvæma hópa. Sú var ekki raunin, hvorki hjá Útlendingastofnun né hjá kærunefnd útlendingamála. Stefnandi hefur hins vegar að eigin frumkvæði sótt viðtalsmeðferð hjá Stígamótum og lagt fram gögn þess efnis sem kærunefnd útlendingamála kýs að líta framhjá.“ Látinn gjalda þess að hafa tekið upp vestrænt gælunafn Jafnframt er fullyrt í stefnunni að kærunefnd útlendingamála hafi látið Uhunoma gjalda þess að hafa tekið upp vestrænt gælunafn við komuna til Evrópu og nýtt það til að draga trúverðugleika hans í efa. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Aðsend „Þessi viðleitni Uhunoma er gríðarlega algeng hjá fólki sem kemur frá framandi löndum og kýs að nota nafn sem auðveldara að bera fram. En það er eins og kærunefnd útlendingamála setji sig í stellingar rannsóknarlögreglu og reyni eftir fremsta megni að vefengja trúverðugleika Uhunoma Osayomore að því er virðist í þeim tilgangi einum að styðja þá fyrirfram teknu ákvörðun að synja honum um vernd,“ segir Magnús. Er það álit hans að málsmeðferðarbrot stjórnvalda í máli Uhunoma séu það „alvarleg og víðtæk“ að héraðsdómi geti ekki annað en að ógilt úrskurð kærunefndar útlendingamála. Lagður inn á bráðageðdeild Í áðurnefndi grein sem skrifuð var af vinum Uhunoma segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi reynst honum mikið áfall. „Hann kveið úrskurðarins og svaf lítið sem ekkert dagana á undan og alls ekkert í kjölfarið. Á sunnudag var hann svo lagður inn á bráðageðdeild í mjög slæmu ástandi, illa haldinn af þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun auk þess sem talin var hætta á því að hann veitti sjálfum sér skaða,“ segja vinirnir í pistli sínum. Fyrr á þessu ári söfnuðust tæplega 47 þúsund undirskriftir þar sem fyrirhugaðri brottvísun Uhunoma var mótmælt. Magnús er bjartsýnn á að Héraðsdómur Reykjavíkur taki undir sjónarmið þeirra. „Ég trúi því staðfastlega að mál þetta fái jákvæðan endi og að Uhnoma fái tækifæri til að setjast hér að, upplifa áður óþekkt öryggi og leggja sitt af mörkum og taka þátt í íslensku samfélagi.“
Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30 Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30
Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05