Carter var kjörinn forseti 1976 en hann og Mondale lutu í lægra haldi fyrir Ronald Reagan og George H. W. Bush. Í kosningunum 1984 var Mondale forsetaefni Demókrataflokksins en hann tapaði stórkostlega fyrir Reagan, sem náði endurkjöri með 525 af 538 kjörmönnum.
Mondale verður hins vegar minnst fyrir að vera fyrsti forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna til að velja konu sem varaforsetaefni, þegar hann valdi Geraldine Ferraro sem meðframbjóðanda sinn.
Eftir að tilkynnt var um andlát Mondale sagði Carter í yfirlýsingu að Mondale hefði verið ómetanlegur félagi og hæfur þjónn Minnesota, Bandaríkjanna og heimsins.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sögðust þakklát fyrir að geta kallað föðurlandsvinin Mondale kæran vin og læriföður.
Minningarathafnir mun fara fram í Minnesota og Washington D.C.
Walter Mondale championed progressive causes and changed the role of VP—so leaders like @JoeBiden could be the last ones in the room when decisions were made. In selecting Geraldine Ferraro, he also paved the way for @VP to make history. Michelle and I send prayers to his family.
— Barack Obama (@BarackObama) April 20, 2021