Sex þjálfarar hjá Víkingi komnir í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 13:02 Málið tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Vísir/vilhelm Sex þjálfarar hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi eru komnir í sóttkví, þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum Jörfa þar sem upp kom hópsmit. Hinir fjórir þjálfararnir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af stjórnendum í varúðarskyni. Frá þessu er greint í tilkynningu Víkings til foreldra en ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins. „Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.“ Munu æfingar því halda áfram en ekki verður notast við búningsklefa. Þá hefur félagið tekið ákvörðun um að fella niður allan rútuakstur þessa vikuna þar sem blöndun nemenda sé mikil. Minnst 36 greinst í tengslum við Jörfa Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafi greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Meðal þeirra er nemandi við Sæmundarskóla sem er barn starfsmanns í Jörfa. Fram hefur komið að hópsýkinguna megi rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hafi verið farið í sóttkví. 27 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 25 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðist verði í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp séu komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð. Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hinir fjórir þjálfararnir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af stjórnendum í varúðarskyni. Frá þessu er greint í tilkynningu Víkings til foreldra en ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins. „Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.“ Munu æfingar því halda áfram en ekki verður notast við búningsklefa. Þá hefur félagið tekið ákvörðun um að fella niður allan rútuakstur þessa vikuna þar sem blöndun nemenda sé mikil. Minnst 36 greinst í tengslum við Jörfa Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafi greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Meðal þeirra er nemandi við Sæmundarskóla sem er barn starfsmanns í Jörfa. Fram hefur komið að hópsýkinguna megi rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hafi verið farið í sóttkví. 27 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 25 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðist verði í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp séu komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15
Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37