Baldvin bætti met Jóns Diðrikssonar sem hafði staðið frá árinu 1982. Jón hljóp vegalengdina þá á 3:41,65 mín.
Baldvin hefur verið að gera það gott í Bandaríkjunum þar sem hann er búsettur, en fyrir nokkrum vikum tvíbætti hann Íslandsmetið í 3000 m innanhúss sem Hlynur Andrésson átti áður. Þetta er fyrsta Íslandsmetið sem Baldvin setur utanhúss.
Baldvin er 22 ára gamall og keppir fyrir Eastern-Michigan háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin hefur verið búsettur erlendis frá fimm ára aldri, en keppir undir fána Íslands.