Segir sig úr Samfylkingunni sem sé orðin „jaðarsamfélag vina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 15:14 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. Vísir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hann segir flokkinn upphaflega hafa verið breiðfylkingu en nú pólitískt jaðarsamfélag vina. Hann eigi því ekki lengur erindi innan flokksins. Pétur sendi Samfylkingunni bréf í morgun og birti í framhaldinu á Facebook. Hann segir bréfið hafa verið lengi í fæðingu, ætlað að skrifa það margoft en ákveðið að bíða og sjá til. Mætti með mömmu og heillaðist „Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking - breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón - jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað.“ Nokkur ólga hefur verið í flokknum undanfarið meðal annars vegna fyrirkomulag um hvernig skipa skuli lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Þá hefur Samfylkingin hert tök sín á Facebook undir því yfirskyni að bæta andrúmsloftið og draga úr skaðlegum skrifum fyrir flokkinn. Ekki lengur breiðfylking „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“ Pétur segir vonbrigði sín því ekki tengjast pólitískum frama eða vera listablús. „Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta - þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Pétur sendi Samfylkingunni bréf í morgun og birti í framhaldinu á Facebook. Hann segir bréfið hafa verið lengi í fæðingu, ætlað að skrifa það margoft en ákveðið að bíða og sjá til. Mætti með mömmu og heillaðist „Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking - breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón - jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað.“ Nokkur ólga hefur verið í flokknum undanfarið meðal annars vegna fyrirkomulag um hvernig skipa skuli lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Þá hefur Samfylkingin hert tök sín á Facebook undir því yfirskyni að bæta andrúmsloftið og draga úr skaðlegum skrifum fyrir flokkinn. Ekki lengur breiðfylking „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“ Pétur segir vonbrigði sín því ekki tengjast pólitískum frama eða vera listablús. „Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta - þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06
Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38