Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. apríl 2021 12:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. Greint var frá því í morgun að dönsk heilbrigðisyfirvöld hygðust hætta alfarið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca eftir að sjaldgæf tilfelli blóðtappa komu upp hjá fólki sem bólusett hafði verið með efninu. Bólusetning með AstraZeneca var stöðvuð tímabundið vegna þessa í nokkrum ríkjum í mars en hún víðast hvar tekin upp aftur, þar á meðal á Íslandi. Förum ekki dönsku leiðina „nema annað komi upp á“ Það hafði hins vegar hvorki verið gert í Danmörku né Noregi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að Norðmenn fari sömu leið og Danir, þ.e. hætti notkun á AstraZeneca. Hann reiknar ekki með að það verði gert á Íslandi. „Ástæðan er sú að í Danmörku og Noregi hafa þau verið að sjá þessar alvarlegu aukaverkanir eða hafa allavega verið að fá einstaklinga með alvarlegar blæðingar og blóðsegavandamál og á þeim grunni hætta þeir að nota það,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Ég sé ekki fyrir mér að við förum þá leið hér. Bæði er það að tíðnin virðist ekki vera það há að það sé ástæða til að gera það og ég held að við förum ekki þá leið nema annað komi upp á.“ Ættum að vera nokkuð örugg Þessar aukaverkanir hafa aðallega sést í konum yngri en 55 ára en Þórólfur segir ekki ljóst hvort kyn og aldur séu áhættuþættir. Ísland fari að fordæmi Svía og Finna sem bólusetji eldra fólk með bóluefninu. „Þar sem þessar aukaverkanir hafa ekki sést. Og nú erum við búin að bólusetja 70 ára og eldri með AstraZeneca og þá förum við núna niður í 65 ára og þessar aukaverkanir hafa ekki sést í þessum hópi. Þannig að ég held við ættum að vera nokkuð örugg.“ Alltaf sé mjög erfitt að sýna fram á orsakatengsl milli bólusetningar og veikinda. Þannig hafi verið skoðað hvort orðið hafi aukning á blóðsegavandamálum frá því bólusetning hófst miðað við fyrri ár. „Og það er alls ekki þannig. Ef eitthvað er er tíðnin lægri. Þannig að við getum ekki sagt að bólusetningin tengist óyggjandi tíðni blóðsega- eða blæðingavandamála. Auðvitað getur það verið hjá einstaka einstaklingum að það séu tengsl en þá er það mjög fátítt ef svo er.“ Heilbrigðisstarfsmenn bólusettir. Margir heilbrigðisstarfsmenn fengu fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca en eru samkvæmt núverandi viðmiðum of ungir til að fá seinni skammtinn.Vísir/Vilhelm Seinni skammtur verði Pfizer eða Moderna Talsverður fjöldi yngra fólks hefur þegar fengið fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca en má samkvæmt núverandi viðmiðum ekki fá seinni skammt. Þórólfur bendir á að þjóðir á borð við Þjóðverja og Frakka hafi gefið þessum hópi seinni skammt af bóluefnum Pfizer og Moderna. „En mér finnst líklegt að það verði niðurstaðan að seinni skammtur verði gefinn með þeim bóluefnum en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Þórólfur. Þá bendir Þórólfur á að Íslendingar hafi keypt mikið af bóluefni AstraZeneca. Þannig munum við eiga við talsvert umframbóluefni nú þegar viðmiðunaraldur bólusetningar með efninu er 65 ár. „Það kemur líka til greina að leyfa fólki að velja það að fá AstraZeneca-bóluefnið og komast þá fyrr í bólusetningu og vera þá fyrr fullbólusett. Þetta er eitthvað sem aðrar þjóðir hafa skoðað en Norðmenn telja að það væri mjög erfitt í framkvæmd. En mér finnst að það alveg geta komið til greina.“ Fylgjast með Janssen Lyfjaframleiðandinn Janssen hefur jafnframt seinkað dreifingu bóluefnis síns í Evrópu vegna sambærilegra blóðtappatilfella. Þórólfur segir að notkun á efninu hafi verið langmest í Ameríku og því þurfi að reiða sig á niðurstöður rannsókna þaðan. Fyrstu tölur bendi til að blóðtappatilfellin séu sex en alls hafi sjö milljónir fengið bólusetningu með Janssen-bóluefninu. Þetta sé verulega lágt hlutfall. „Þannig að við þurfum bara aðeins að sjá hvernig landið liggur og hvað gerist í því á næstu dögum áður en við ákveðum hvernig við eigum að nota bóluefnið,“ segir Þórólfur. „Ef við þurfum að stöðva notkunina einhverjar vikur eða kannski alfarið myndi það setja töluvert strik í reikninginn varðandi bólusetningaráætlunina hér. En ég vonast til að þetta sé aðeins tímabundið meðan menn eru að fá nánari upplýsingar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að senda Evrópusambandinu 50 milljónir fleiri skammta af bóluefni fyrirtækjanna á þessum ársfjórðungi en áður stóð til. Það er til viðbótar við þá 200 milljónir skammta sem ESB býst við að fá fyrir lok júnímánaðar. 14. apríl 2021 12:16 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Greint var frá því í morgun að dönsk heilbrigðisyfirvöld hygðust hætta alfarið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca eftir að sjaldgæf tilfelli blóðtappa komu upp hjá fólki sem bólusett hafði verið með efninu. Bólusetning með AstraZeneca var stöðvuð tímabundið vegna þessa í nokkrum ríkjum í mars en hún víðast hvar tekin upp aftur, þar á meðal á Íslandi. Förum ekki dönsku leiðina „nema annað komi upp á“ Það hafði hins vegar hvorki verið gert í Danmörku né Noregi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að Norðmenn fari sömu leið og Danir, þ.e. hætti notkun á AstraZeneca. Hann reiknar ekki með að það verði gert á Íslandi. „Ástæðan er sú að í Danmörku og Noregi hafa þau verið að sjá þessar alvarlegu aukaverkanir eða hafa allavega verið að fá einstaklinga með alvarlegar blæðingar og blóðsegavandamál og á þeim grunni hætta þeir að nota það,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Ég sé ekki fyrir mér að við förum þá leið hér. Bæði er það að tíðnin virðist ekki vera það há að það sé ástæða til að gera það og ég held að við förum ekki þá leið nema annað komi upp á.“ Ættum að vera nokkuð örugg Þessar aukaverkanir hafa aðallega sést í konum yngri en 55 ára en Þórólfur segir ekki ljóst hvort kyn og aldur séu áhættuþættir. Ísland fari að fordæmi Svía og Finna sem bólusetji eldra fólk með bóluefninu. „Þar sem þessar aukaverkanir hafa ekki sést. Og nú erum við búin að bólusetja 70 ára og eldri með AstraZeneca og þá förum við núna niður í 65 ára og þessar aukaverkanir hafa ekki sést í þessum hópi. Þannig að ég held við ættum að vera nokkuð örugg.“ Alltaf sé mjög erfitt að sýna fram á orsakatengsl milli bólusetningar og veikinda. Þannig hafi verið skoðað hvort orðið hafi aukning á blóðsegavandamálum frá því bólusetning hófst miðað við fyrri ár. „Og það er alls ekki þannig. Ef eitthvað er er tíðnin lægri. Þannig að við getum ekki sagt að bólusetningin tengist óyggjandi tíðni blóðsega- eða blæðingavandamála. Auðvitað getur það verið hjá einstaka einstaklingum að það séu tengsl en þá er það mjög fátítt ef svo er.“ Heilbrigðisstarfsmenn bólusettir. Margir heilbrigðisstarfsmenn fengu fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca en eru samkvæmt núverandi viðmiðum of ungir til að fá seinni skammtinn.Vísir/Vilhelm Seinni skammtur verði Pfizer eða Moderna Talsverður fjöldi yngra fólks hefur þegar fengið fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca en má samkvæmt núverandi viðmiðum ekki fá seinni skammt. Þórólfur bendir á að þjóðir á borð við Þjóðverja og Frakka hafi gefið þessum hópi seinni skammt af bóluefnum Pfizer og Moderna. „En mér finnst líklegt að það verði niðurstaðan að seinni skammtur verði gefinn með þeim bóluefnum en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Þórólfur. Þá bendir Þórólfur á að Íslendingar hafi keypt mikið af bóluefni AstraZeneca. Þannig munum við eiga við talsvert umframbóluefni nú þegar viðmiðunaraldur bólusetningar með efninu er 65 ár. „Það kemur líka til greina að leyfa fólki að velja það að fá AstraZeneca-bóluefnið og komast þá fyrr í bólusetningu og vera þá fyrr fullbólusett. Þetta er eitthvað sem aðrar þjóðir hafa skoðað en Norðmenn telja að það væri mjög erfitt í framkvæmd. En mér finnst að það alveg geta komið til greina.“ Fylgjast með Janssen Lyfjaframleiðandinn Janssen hefur jafnframt seinkað dreifingu bóluefnis síns í Evrópu vegna sambærilegra blóðtappatilfella. Þórólfur segir að notkun á efninu hafi verið langmest í Ameríku og því þurfi að reiða sig á niðurstöður rannsókna þaðan. Fyrstu tölur bendi til að blóðtappatilfellin séu sex en alls hafi sjö milljónir fengið bólusetningu með Janssen-bóluefninu. Þetta sé verulega lágt hlutfall. „Þannig að við þurfum bara aðeins að sjá hvernig landið liggur og hvað gerist í því á næstu dögum áður en við ákveðum hvernig við eigum að nota bóluefnið,“ segir Þórólfur. „Ef við þurfum að stöðva notkunina einhverjar vikur eða kannski alfarið myndi það setja töluvert strik í reikninginn varðandi bólusetningaráætlunina hér. En ég vonast til að þetta sé aðeins tímabundið meðan menn eru að fá nánari upplýsingar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að senda Evrópusambandinu 50 milljónir fleiri skammta af bóluefni fyrirtækjanna á þessum ársfjórðungi en áður stóð til. Það er til viðbótar við þá 200 milljónir skammta sem ESB býst við að fá fyrir lok júnímánaðar. 14. apríl 2021 12:16 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að senda Evrópusambandinu 50 milljónir fleiri skammta af bóluefni fyrirtækjanna á þessum ársfjórðungi en áður stóð til. Það er til viðbótar við þá 200 milljónir skammta sem ESB býst við að fá fyrir lok júnímánaðar. 14. apríl 2021 12:16
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13