Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 11:29 Íbúar í Mumbaí búa sig undir strangar sóttvarnaaðgerðir sem hefjast í kvöld. AP/Rafiq Maqbool Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira