Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 18:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/Vilhelm Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira