Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 18:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/Vilhelm Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira