Sjálfsagðir hlutir Arnar Sveinn Geirsson skrifar 14. apríl 2021 07:00 Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun