Sjálfsagðir hlutir Arnar Sveinn Geirsson skrifar 14. apríl 2021 07:00 Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar