Hugulsamur þjófur stal húsgögnum en skildi önnur úr plasti eftir Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2021 13:22 Húsgögnin sem voru á pallinum og húsgögnin sem hinn hugulsami þjófur kom fyrir í staðinn. Ásrún Matthíasdóttir lektor hjá HR lendi í sérdeilis einkennilegu atviki en býræfinn þjófur gerði sér lítið fyrir og stal húsgögnum við raðhús hennar á Spáni en skildi önnur lakari eftir í staðinn. „Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“ Íslendingar erlendis Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“
Íslendingar erlendis Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira