„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:56 „Það var kokhraustur Kári sem vildi bjóða heiminn velkominn,“ segir Eva um afstöðu Kára sumarið 2020. „Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“ Þetta segir Eva Hauksdóttir lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hún fjallar um vísindalegt framlag Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og pólitískar skoðanir hans, og nauðsyn þess að gera greinarmun þar á. „Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu,“ heldur Eva áfram. Aðfinnsluvert að reka áróður undir merkjum vísinda „Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn,“ segir Eva. Framlag hans til smitvarna gegn kórónuveirunni sé ómetanlegt en framlag hans til pólitískrar stefnumótunar hins vegar umdeilanlegt. „Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“ Þar sem Kári gæti þess ekki sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum sé mikilvægt að almenningur átti sig á muninum. „Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda,“ segir Eva. „Langt út fyrir sitt sérsvið“ Eva tekur síðan „dæmi um áróður í bland við fræðslu“ og fjallar meðal annars um óánægju Kára með niðurstöðu héraðsdóms um reglugerð sem heimilaði yfirvöldum að skikka ferðamenn til að dvelja í sóttvarnahúsi. Kári megi vitanlega hafa þá skoðun en hann sé ekki lögfræðingur, heldur eins og hver annar áhugamaður þegar kemur að lögum og dómum. „Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020,“ segir Eva. Þá segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um að „þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Þetta segir Eva Hauksdóttir lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hún fjallar um vísindalegt framlag Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og pólitískar skoðanir hans, og nauðsyn þess að gera greinarmun þar á. „Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu,“ heldur Eva áfram. Aðfinnsluvert að reka áróður undir merkjum vísinda „Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn,“ segir Eva. Framlag hans til smitvarna gegn kórónuveirunni sé ómetanlegt en framlag hans til pólitískrar stefnumótunar hins vegar umdeilanlegt. „Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“ Þar sem Kári gæti þess ekki sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum sé mikilvægt að almenningur átti sig á muninum. „Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda,“ segir Eva. „Langt út fyrir sitt sérsvið“ Eva tekur síðan „dæmi um áróður í bland við fræðslu“ og fjallar meðal annars um óánægju Kára með niðurstöðu héraðsdóms um reglugerð sem heimilaði yfirvöldum að skikka ferðamenn til að dvelja í sóttvarnahúsi. Kári megi vitanlega hafa þá skoðun en hann sé ekki lögfræðingur, heldur eins og hver annar áhugamaður þegar kemur að lögum og dómum. „Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020,“ segir Eva. Þá segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um að „þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira