Þar var Cleese í aðalhlutverki en hann kom fram í nokkrum auglýsingum fyrir íslenska bankann eins frægt er orðið. Á þeim tíma var KB banki að taka aftur upp nafnið Kaupþing.
„Ég hef verulega vanmetið fólksfjöldann á Íslandi! 300 þúsund milljónir?!“ skrifar John Cleese og lætur auglýsinguna fylgja með. Þar er gert grín að stærð Kaupþings, hins alþjóðlega banka, í samhengi við hve fáir búa á Íslandi. Lýkur auglýsingunni á því að Cleese spyr hvers vegna verið sé að gera þessa auglýsingu yfir höfuð.
„Af hverju takið þið ekki bara upp símann og hringið í alla.“
I've greatly underestimated the population of Iceland! 300,000 Million?! pic.twitter.com/YEdI0JViJj
— John Cleese (@JohnCleese) April 10, 2021
Auglýsingarnar með Cleese vöktu mikla athygli á sínum tíma. Þær birtust fyrst árið 2006 og voru Þorsteinn Guðmundsson leikari, sem heyrist svara Cleese í auglýsingunni að ofan, og Randver Þorláksson í hlutverkum með Bretanum.
Cleese er sjálfur þekktastur úr Monty Python félagsskapnum og grínmyndum á borð við A Fish Called Wanda.
Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn til að falla í efnahagshruninu haustið 2008. Síðan hafa stjórnendur bankans verið sakfelldir fyrir efnahagsbrot.
Nýja Kaupþing var stofnað utan um innlend viðskipti bankans en skuldir skildar eftir. Í nóvember breytti Nýja Kaupþing nafni sínu í Arion banka.
Fleiri auglýsingar Cleese fyrir Kaupþing má sjá að neðan.