Solskjær: Ef þetta væri sonur minn fengi hann ekki að borða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:00 Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho eftir leik gærdagsins. Matthew Peters/Getty Images Það var mikill hiti í leik Tottenham Hotspur og Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að Man United vann 3-1 en það var atvik í stöðunni 0-0 sem var helsta umræðuefnið að leik loknum. Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira