Hideki Matsuyama skrifaði nýjan kafla í sögu Masters Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2021 23:04 Hideki Matsuyama. vísir/Getty Japaninn Hideki Matsuyama varð í kvöld fyrsti Asíumaðurinn til að sigra hið goðsagnakennda Masters mót í golfi. Mótið fór fram á Augusta golfvellinum í Georgíufylki Bandaríkjanna um helgina og var lokahringsins beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafði enginn af þeim sem voru meðal fimm efstu fyrir lokahringinn unnið Masters mótið áður og raunar Justin Rose sá eini sem hafði áður unnið risamót. Hinn 29 ára gamli Matsuyama hafði fjögurra högga forystu þegar lokahringurinn hófst og var stöðu hans á toppnum ekki ógnað að verulegu leyti. Four birdies in a row for Xander Schauffele puts him within striking distance with three holes to play. #themasters pic.twitter.com/khTsjqKZ4j— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021 Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele komst næst því að ógna Matsuyama og munaði aðeins tveimur höggum á þeim þegar átti eftir að leika þrjár holur. Á 16.holu fór Schauffele hins vegar illa að ráði sínu og klúðraði sínu tækifæri með því að skjóta ofan í vatn. Annar Bandaríkjamaður, hinn 24 ára gamli Will Zalatoris, setti pressu á Matsuyama fyrir síðustu tvær holurnar en Zalatoris kláraði mótið á undan Matsuyama og lauk keppni á samtals níu höggum undir pari. Matsuyama stóðst pressuna á lokametrunum og stóð uppi sem sigurvegari á samtals tíu höggum undur pari. Hann vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum. Varð hann jafnframt fyrsti Asíumaðurinn í 85 ára sögu Masters mótsins til að vinna mótið. pic.twitter.com/jjCr6y4rff— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021 Golf Japan Bandaríkin Masters-mótið Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mótið fór fram á Augusta golfvellinum í Georgíufylki Bandaríkjanna um helgina og var lokahringsins beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafði enginn af þeim sem voru meðal fimm efstu fyrir lokahringinn unnið Masters mótið áður og raunar Justin Rose sá eini sem hafði áður unnið risamót. Hinn 29 ára gamli Matsuyama hafði fjögurra högga forystu þegar lokahringurinn hófst og var stöðu hans á toppnum ekki ógnað að verulegu leyti. Four birdies in a row for Xander Schauffele puts him within striking distance with three holes to play. #themasters pic.twitter.com/khTsjqKZ4j— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021 Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele komst næst því að ógna Matsuyama og munaði aðeins tveimur höggum á þeim þegar átti eftir að leika þrjár holur. Á 16.holu fór Schauffele hins vegar illa að ráði sínu og klúðraði sínu tækifæri með því að skjóta ofan í vatn. Annar Bandaríkjamaður, hinn 24 ára gamli Will Zalatoris, setti pressu á Matsuyama fyrir síðustu tvær holurnar en Zalatoris kláraði mótið á undan Matsuyama og lauk keppni á samtals níu höggum undir pari. Matsuyama stóðst pressuna á lokametrunum og stóð uppi sem sigurvegari á samtals tíu höggum undur pari. Hann vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum. Varð hann jafnframt fyrsti Asíumaðurinn í 85 ára sögu Masters mótsins til að vinna mótið. pic.twitter.com/jjCr6y4rff— The Masters (@TheMasters) April 11, 2021
Golf Japan Bandaríkin Masters-mótið Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira