Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:02 Skammtur af bóluefni á vegum COVAX-verkefnisins kemur til Fílabeinsstrandarinnar. Nær ekkert bóluefni berst nú til þeirra ríkja sem eiga að njóta góðs af verkefninu. COVAX hefur komið 38 milljónum skammta af bóluefni til hundrað ríkja til þessa. AP/Diomande Ble Blonde Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22