Veiran og að viðurkenna að maður veit ekki neitt Helgi Áss Grétarsson skrifar 9. apríl 2021 14:00 Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Sú viðurkenning, að vita ekki neitt um tiltekið málefni, er mikilvæg, bæði í dag sem og á tímum Sókratesar. Aðferðafræðin sem leiðir af slíkri viðurkenningu er að sá sem rannsakar tiltekið úrlausnarefni á jafnan að halda sig við það sem hann þekkir og fullyrða ekki meira en það sem sönnunargögn heimila á hverjum tíma. Sem dæmi, snjallasti læknir í heimi þarf ekki endilega að vita hvernig byggja á brú, rétt eins og frábær lögfræðingur hefur vart kunnáttu til að skera upp sjúkling. Covid-19 og opinber umræða Þegar Covid-19 faraldurinn hófst fyrir rúmu ári ákvað ég fljótlega að hafa ekki skoðun á ráðstöfunum sóttvarnaryfirvalda, hvort sem það væri hér á landi eða um heim allan. Þessi nálgun stafaði einfaldlega af því að málefnið er svo flókið að ég vildi hvorki eyða tíma né orku í að afla mér fullnægjandi þekkingar til að hafa skoðun á því. Af því leiðir að skást væri fyrir mig að gæta að persónulegum sóttvörnum. Þá von hef ég einnig ávallt borið í brjósti að yfirvöld vernduðu almannahagsmuni með sóttvarnarráðstöfunum sem reistar væru á traustum vísindalegum grundvelli. Um þessar ráðstafanir eru hins vegar skiptar skoðanir, sumir telja að sóttvarnir eigi að vera afar strangar á meðan aðrir telja að þær eigi að vera mun frjálslegri. Í opinberri umræðu um þetta málefni tel ég æskilegt að þeir sem fara með völd eða hafa mikil áhrif á stefnumótun, gæti hófsemdar í sinni orðræðu. Málefnið er viðkvæmt og traust skiptir verulegu máli. Einn þeirra sem hafa unnið sér rétt til að tjá sig um veiruna skæðuna og sóttvarnir, er Kári Stefánsson. Um færni hans sem læknis og vísindamanns hef ég engar forsendur til að efast, ferill hans talar sínu máli. Á hinn bóginn tel ég að hann hafi á ýmsan hátt leikið af sér í nýjasta viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósi RÚV 8. apríl síðastliðinn, m.a. tjáði hann sig ógætilega um nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðanir um skyldu tiltekinna einstaklinga til að dvelja á sóttvarnarhúsi voru felldar úr gildi. Hvers vegna var orðræða Kára óvarfærin? Fyrrnefndir úrskurðir héraðsdóms virðast reistir á því einfalda atriði að þegar yfirvöld svipta einstakling frelsi þurfi lög að vera skýr og ófullnægjandi er að reglugerð mæli fyrir um slíka skipan mála þegar lögin sjálf geyma ekki slíka heimild. Um þetta grundvallaratriði er m.a. kveðið í stjórnarskránni. Þrátt fyrir að Kári hafi mátt vita þetta gaf hann til kynna í viðtalinu að niðurstaðan í úrskurðum héraðsdóms væri röng og til að styrkja þann málflutning vísaði hann til persónulegra samtala sinna við ýmsa lögfræðinga, m.a. sumra sem væru „dómarar á æðri dómstigum“. Líta verður á þessa heimild Kára sem sögusögn er enga þýðingu hefur. Frekari fullyrðingar voru settar fram af Kára í viðtalinu sem furðu vekja, t.d. hreyfði hann við því að lögmenn þeirra sem borið hefðu mál umbjóðenda sinna fyrir dómstóla hefðu með ásettu ráði girt fyrir að úrskurðir héraðsdóms kæmust til endurskoðunar á æðra dómstigi. Einnig hljóta ýmis önnur ummæli hans vera umdeilanleg, t.d. þau að „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ en nú þegar hefur einn þingmaður rökstutt það með ítarlegum hætti að síðastnefnda atriðið sé rangt. Lokaorð Nú getur hver sem er haft skoðun á niðurstöðum dómstóla en mér þykir óheppilegt að áhrifamikill læknir tjái sig um lagaatriði af þessum toga á þann hátt sem gert var í áðurnefndum kastljóssþætti. Rökréttara er að leggja áherslu á að þar til bærir sérfræðingar og stjórnmálamenn leiti leiða til að ná tökum á Covid-19 faraldrinum hér á landi en á sama tíma virði grunnreglur réttarríkisins. Það er engum greiði gerður að of langt sé gengið í að höggva skorð í mannréttindi einstaklinga. Vart er ástæða heldur til að draga heilindi dómara í efa en samkvæmt stjórnarskránni ber dómendum í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun