Snjóbrettarisinn fagnar komu Ylfu Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 08:30 Ylfa Rúnarsdóttir stökk inn í Burton-fjölskylduna með því að sýna mögnuð tilþrif. burton.com og skjáskot/The Uninvited II Snjóbrettakonan Ylfa Rúnarsdóttir er ein þeirra útvöldu sem þekktasta fyrirtækið í snjóbrettaheiminum, Burton, hefur valið inn í sína „fjölskyldu“. Ylfa var útnefnd nýliði ársins af Slush Magazine í vetur eftir að hafa sýnt mögnuð tilþrif á brettinu, til að mynda í myndinni The Uninvited II sem sjá má hér að neðan (Tilþrifakafli Ylfu byrjar eftir 15 mínútur og 10 sekúndur). Með því að hafa þrætt nálaraugað og komist inn í Burton-fjölskylduna aukast enn tækifæri Ylfu til að þróa sinn stíl og ná lengra í snjóbrettaheiminum. Ylfa, sem er 26 ára, er fædd á Íslandi og uppalin í Árbænum þar sem hún reyndi fyrst fyrir sér á snjóbretti þrettán ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Ylfa Ru narsdo ttir (@ylfarunars) Hún varð strax ástfangin af íþróttinni og eftir að hafa sinnt henni eftir fremsta megni hér á landi, meðal annars með því að húkka sér far upp í Bláfjöll, flutti hún 15 ára gömul til Svíþjóðar, þar sem hún býr enn. Þar fór Ylfa meðal annars í menntaskóla þar sem hún gat sinnt íþrótt sinni af fullum krafti, og nú er hún orðin ein af Burton-fjölskyldunni. Á Twitter-síðu Burton var inngöngu Ylfu fagnað í gær. Welcome To The Team: Ylfa Rúnarsdóttir From kink rails to massive park jumps, nothing is too gnarly for Ylfa. Most recently crowned Rookie Of The Year it s clear that Ylfa is just getting started and we are stoked to be a part of that journey. pic.twitter.com/6BhadUfxJ6— Burton Snowboards (@burtonsnowboard) April 8, 2021 „Eitt af því sem hefur virkilega náð til mín er markmið Burton um að gera konur sýnilegri. Ég vil taka þátt í því,“ sagði Ylfa í viðtali við Pleasure Snowboard Magazin fyrr í vetur. „Þegar ég hugsa um Burton þá hugsa ég um litríkar myndir og sögur sem ég hef heyrt og séð frá snjóbrettalífinu á 10. áratugnum. Burton er risastór hluti af snjóbrettasögunni og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að geta tekið þátt í því,“ sagði Ylfa og kvaðst hlakka til að halda áfram að tjá sig með brettafimi sinni og ryðja brautina fyrir stelpur. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Snýr aftur eftir 26 mánuði Fótbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Sjá meira
Ylfa var útnefnd nýliði ársins af Slush Magazine í vetur eftir að hafa sýnt mögnuð tilþrif á brettinu, til að mynda í myndinni The Uninvited II sem sjá má hér að neðan (Tilþrifakafli Ylfu byrjar eftir 15 mínútur og 10 sekúndur). Með því að hafa þrætt nálaraugað og komist inn í Burton-fjölskylduna aukast enn tækifæri Ylfu til að þróa sinn stíl og ná lengra í snjóbrettaheiminum. Ylfa, sem er 26 ára, er fædd á Íslandi og uppalin í Árbænum þar sem hún reyndi fyrst fyrir sér á snjóbretti þrettán ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Ylfa Ru narsdo ttir (@ylfarunars) Hún varð strax ástfangin af íþróttinni og eftir að hafa sinnt henni eftir fremsta megni hér á landi, meðal annars með því að húkka sér far upp í Bláfjöll, flutti hún 15 ára gömul til Svíþjóðar, þar sem hún býr enn. Þar fór Ylfa meðal annars í menntaskóla þar sem hún gat sinnt íþrótt sinni af fullum krafti, og nú er hún orðin ein af Burton-fjölskyldunni. Á Twitter-síðu Burton var inngöngu Ylfu fagnað í gær. Welcome To The Team: Ylfa Rúnarsdóttir From kink rails to massive park jumps, nothing is too gnarly for Ylfa. Most recently crowned Rookie Of The Year it s clear that Ylfa is just getting started and we are stoked to be a part of that journey. pic.twitter.com/6BhadUfxJ6— Burton Snowboards (@burtonsnowboard) April 8, 2021 „Eitt af því sem hefur virkilega náð til mín er markmið Burton um að gera konur sýnilegri. Ég vil taka þátt í því,“ sagði Ylfa í viðtali við Pleasure Snowboard Magazin fyrr í vetur. „Þegar ég hugsa um Burton þá hugsa ég um litríkar myndir og sögur sem ég hef heyrt og séð frá snjóbrettalífinu á 10. áratugnum. Burton er risastór hluti af snjóbrettasögunni og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að geta tekið þátt í því,“ sagði Ylfa og kvaðst hlakka til að halda áfram að tjá sig með brettafimi sinni og ryðja brautina fyrir stelpur.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Snýr aftur eftir 26 mánuði Fótbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Sjá meira