Snjóbrettarisinn fagnar komu Ylfu Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 08:30 Ylfa Rúnarsdóttir stökk inn í Burton-fjölskylduna með því að sýna mögnuð tilþrif. burton.com og skjáskot/The Uninvited II Snjóbrettakonan Ylfa Rúnarsdóttir er ein þeirra útvöldu sem þekktasta fyrirtækið í snjóbrettaheiminum, Burton, hefur valið inn í sína „fjölskyldu“. Ylfa var útnefnd nýliði ársins af Slush Magazine í vetur eftir að hafa sýnt mögnuð tilþrif á brettinu, til að mynda í myndinni The Uninvited II sem sjá má hér að neðan (Tilþrifakafli Ylfu byrjar eftir 15 mínútur og 10 sekúndur). Með því að hafa þrætt nálaraugað og komist inn í Burton-fjölskylduna aukast enn tækifæri Ylfu til að þróa sinn stíl og ná lengra í snjóbrettaheiminum. Ylfa, sem er 26 ára, er fædd á Íslandi og uppalin í Árbænum þar sem hún reyndi fyrst fyrir sér á snjóbretti þrettán ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Ylfa Ru narsdo ttir (@ylfarunars) Hún varð strax ástfangin af íþróttinni og eftir að hafa sinnt henni eftir fremsta megni hér á landi, meðal annars með því að húkka sér far upp í Bláfjöll, flutti hún 15 ára gömul til Svíþjóðar, þar sem hún býr enn. Þar fór Ylfa meðal annars í menntaskóla þar sem hún gat sinnt íþrótt sinni af fullum krafti, og nú er hún orðin ein af Burton-fjölskyldunni. Á Twitter-síðu Burton var inngöngu Ylfu fagnað í gær. Welcome To The Team: Ylfa Rúnarsdóttir From kink rails to massive park jumps, nothing is too gnarly for Ylfa. Most recently crowned Rookie Of The Year it s clear that Ylfa is just getting started and we are stoked to be a part of that journey. pic.twitter.com/6BhadUfxJ6— Burton Snowboards (@burtonsnowboard) April 8, 2021 „Eitt af því sem hefur virkilega náð til mín er markmið Burton um að gera konur sýnilegri. Ég vil taka þátt í því,“ sagði Ylfa í viðtali við Pleasure Snowboard Magazin fyrr í vetur. „Þegar ég hugsa um Burton þá hugsa ég um litríkar myndir og sögur sem ég hef heyrt og séð frá snjóbrettalífinu á 10. áratugnum. Burton er risastór hluti af snjóbrettasögunni og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að geta tekið þátt í því,“ sagði Ylfa og kvaðst hlakka til að halda áfram að tjá sig með brettafimi sinni og ryðja brautina fyrir stelpur. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Ylfa var útnefnd nýliði ársins af Slush Magazine í vetur eftir að hafa sýnt mögnuð tilþrif á brettinu, til að mynda í myndinni The Uninvited II sem sjá má hér að neðan (Tilþrifakafli Ylfu byrjar eftir 15 mínútur og 10 sekúndur). Með því að hafa þrætt nálaraugað og komist inn í Burton-fjölskylduna aukast enn tækifæri Ylfu til að þróa sinn stíl og ná lengra í snjóbrettaheiminum. Ylfa, sem er 26 ára, er fædd á Íslandi og uppalin í Árbænum þar sem hún reyndi fyrst fyrir sér á snjóbretti þrettán ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Ylfa Ru narsdo ttir (@ylfarunars) Hún varð strax ástfangin af íþróttinni og eftir að hafa sinnt henni eftir fremsta megni hér á landi, meðal annars með því að húkka sér far upp í Bláfjöll, flutti hún 15 ára gömul til Svíþjóðar, þar sem hún býr enn. Þar fór Ylfa meðal annars í menntaskóla þar sem hún gat sinnt íþrótt sinni af fullum krafti, og nú er hún orðin ein af Burton-fjölskyldunni. Á Twitter-síðu Burton var inngöngu Ylfu fagnað í gær. Welcome To The Team: Ylfa Rúnarsdóttir From kink rails to massive park jumps, nothing is too gnarly for Ylfa. Most recently crowned Rookie Of The Year it s clear that Ylfa is just getting started and we are stoked to be a part of that journey. pic.twitter.com/6BhadUfxJ6— Burton Snowboards (@burtonsnowboard) April 8, 2021 „Eitt af því sem hefur virkilega náð til mín er markmið Burton um að gera konur sýnilegri. Ég vil taka þátt í því,“ sagði Ylfa í viðtali við Pleasure Snowboard Magazin fyrr í vetur. „Þegar ég hugsa um Burton þá hugsa ég um litríkar myndir og sögur sem ég hef heyrt og séð frá snjóbrettalífinu á 10. áratugnum. Burton er risastór hluti af snjóbrettasögunni og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að geta tekið þátt í því,“ sagði Ylfa og kvaðst hlakka til að halda áfram að tjá sig með brettafimi sinni og ryðja brautina fyrir stelpur.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira