Að gjamma burt veiruna Sigurður Albert Ármannsson skrifar 8. apríl 2021 15:00 Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun