Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:54 John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til ársins 2015. Hann háði harða hildi við íhaldssamasta hluta þingflokksins og var þeirri stundu fegnastur þegar hann lét af embættinu. Vísir/EPA Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent