Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 07:31 Kristrún Tinna Gunnarsdóttir átti lengi erfitt með að ræða um reynslu sína í íslenskum fjármálageira. Aðsend Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. Kristrún var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum þar sem hún ræddi meðal annars reynslu sína úr bankakerfinu, áhrifaríka umhyggju og útskýrði algeng hagfræðihugtök. Átti erfitt með að ræða árin í bankanum Kristrún flutti til Svíþjóðar árið 2009 til að fara í framhaldsnám í hagfræði og segir að aðrir hagfræðingar hafi verið mjög áhugasamir um að heyra um aðdraganda fjármálahrunsins og hvernig ástandið hafi verið í íslensku bönkunum. „Ég var bara enn þá einhvern veginn svo brotin eftir þetta að mér fannst erfitt að svara spurningum um þetta. Ég skammaðist mín svo ofboðslega, sérstaklega fyrir að hafa verið að vinna í banka og hafa ekki séð þetta fyrir einhvern veginn. Ég hlyti að hafa verið svakalega meðvirk og þetta hefði allt átt að vera augljóst.“ Hún hafi þó síðar áttað sig á því að um hafi verið að ræða flókna atburðarás sem hafi tekið langan tíma að skýra til fullnustu. Skipti um skoðun „Þegar ég var búin að vera úti í eitt til tvö ár var ég farin að svara þessum spurningum og velta því meira fyrir mér hvað ég gæti lært af þessu.“ Niðurstaðan hafi verið að þetta væri reynsla sem hún gæti byggt á og passað að gera hlutina öðruvísi. „Ég svona skipti um skoðun einhvers staðar á leiðinni og ákvað að segja ekki alveg skilið við fjármálageirann en ég lofaði sjálfri mér að verða aldrei meðvirk eða segja ekki neitt ef mér fyndist eitthvað athugunarvert.“ Kristrún sneri aftur til starfa í íslensku bankakerfi eftir að kom heim úr náminu í Svíþjóð.Vísir Margt breyst í dag Í dag starfar Kristrún sem forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka þar sem hún sér um að innleiða stefnur og umbreytingarverkefni. Hún segir íslenskt bankakerfi nú að mörgu leyti ólíkt því sem hún kynntist á árunum í kringum fjármálahrunið. ,,Það er rosalega mikið breytt, bæði hvað varðar kúlturinn, hvernig bankarnir eru að vinna, regluverkið og allt í kringum þá. Ég myndi segja að það sé rosalega erfitt að bera þetta saman. Þá voru líka bankarnir tífalt stærri en þeir eru í dag og með mikil umsvif erlendis.“ Hugtök sem margir heyra en færri skilja Síðar í þættinum skýrði Kristrún algeng hugtök á borð við stýrivexti og landsframleiðslu sem flestir kannast við að heyra ítrekað í umræðunni en oft án þess að átta sig fyllilega á merkingu þeirra. Hér á eftir koma skýringar á nokkrum slíkum hagfræðihugtökum. Stýrivextir Í sinni allra einföldustu mynd eru stýrivextir vextirnir sem Seðlabankinn notar til að reyna að stýra vöxtum á Íslandi og reyna að hafa áhrif á hegðun. „Seðlabanki Íslands vill hafa áhrif á verðbólgu og fleiri hagstærðir. Þeir velja sér vaxtastig og það er í rauninni setur svolítið tóninn í kerfinu þannig þegar þú ert að horfa á hvað bankarnir eru að gera með inn- og útlánsvexti þá stýrist það af stýrivöxtunum,“ segir Kristrún. „Ef Seðlabankinn hækkar vextina þá vill hann búa til hvata til að fólk spari meira af því að þá færðu hærri vexti á innstæðurnar eða skuldabréfin sem þú kaupir. Á móti kemur að þegar vextirnir hækka þá er dýrara að taka lán þannig að þú ert ólíklegri til að taka lán og fara í einhverjar framkvæmdir, fjárfestingar eða nýsköpun. En eins og núna í kreppunni þegar allt í einu eykst atvinnuleysi þá vill Seðlabankinn mjög gjarnan skapa störf og fá fólk til að fjárfesta. Þá lækkar hann vextina til þess að færri spari og fari frekar að eyða þessum peningum. Þannig getur þú skapað meiri umsvif í hagkerfinu. " Verðbólga Stýrivextir eru ekki síst notaðir til að reyna að halda aftur af verðbólgu en með henni er átt við það þegar verð hækka. Þetta getur gerst hægt en líka mjög hratt og er slík verðbólga kölluð óðaverðbólga. „Það tengist sparnaðinum og fjárfestingunni vegna þess að ef það er ofboðslega mikil eftirspurn og allir vilja fjárfesta og kaupa eitthvað þá vilja allir fá sömu vörurnar og verðlagið er líklegra til að hækka. Seðlabanki Íslands fer með stjórn peningamála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Þannig býrð þú til þenslu í kerfinu sem veldur því að það eru allir að hlaupa og reyna að kaupa sömu hluti og þá missirðu svolítið tökin á því að verðlagið fer að hækka. Sömuleiðis ef það er engin eftirspurn og enginn er að kaupa neinar vörur þá endar það með því að allt þarf að fara á útsölu og það endar með því að þú getur fengið neikvæðan spíral, og þá getur allt lækkað. Það er ekki gott heldur,“ segir Kristrún. Þess vegna sé reynt að halda ákveðnu jafnvægi þar sem ekki sé endilega best að hafa enga verðbólgu. Þetta birtist meðal annars í 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans en að sögn Kristrúnar tala flestir hagfræðingar fyrir því að reynt sé að viðhalda hóflegri verðbólgu í hagkerfinu. Verðtrygging Kristrún segir að íslenska verðtryggingin sé á margan hátt óvenjuleg og yfirleitt þurfi að útskýra þetta fyrirbæri fyrir erlendum hagfræðingum. Í grunnin feli verðtrygging í sér að fólk sé tryggt gegn áhrifum verðbólgu. „Þetta þýðir einfaldlega að þú getur verðtryggt, annað hvort innstæður eða útlán, sem þýðir að þú ert með einhverja vexti sem eru raunvextir og svo hækkar líka innstæðan eða lánið í takt við verðbólguna.“ Til að mynda ef lán er með 2% verðtryggða vexti þá borgar fólk vextina auk 2,5% verðbólguálags þar sem verðbólgan gerir það að verkum að minna fæst fyrir sama pening í lok tímabilsins. Kristrún segir að algengt sé að verðbólga og launaþróun fylgist að yfir lengri tíma. „Svona til lengri tíma litið þá eru hvoru tveggja með leitni upp á við þannig ef það er 20% verðbólga þá er alveg frekar líklegt að launin þín hækki líka. Þó krónutala lánsins sé að hækka þá á raunvirðið að haldast svona nokkurn veginn í jafnvægi þar sem þú hefur nú meira milli handanna en áður.“ Landsframleiðsla og hagvöxtur Með landsframleiðslu er jafnan átt við öll verðmæti sem þjóðin skapar á einu ári. „Ef landinu yrði lokað og við ættum engin viðskipti við útlönd þá væru þetta allar þær vörur og þjónusta sem við getum skapað og jafngildir neyslunni okkar. Einnig mætti hugsa þetta sem öll laun sem eru borguð og öll ávöxtun á sparifé, það er einhvers konar verðmætaaukning, þetta eru þau verðmæti sem við náum að skapa á einu ári og það er landsframleiðsla,“ segir Kristrún. Hagvöxtur eða samdráttur er því breytingin á landsframleiðslu milli ára, hvort hún eykst eða dregst saman. Almennt er þar ekki tekið tillit til fólksfjölgunar eða aukins vinnuafls. Hagstofa Íslands sér um hagskýrslugerð, útgáfu hagtalna og að halda utan um tölulegar upplýsingar sem varða hagi Íslands.Vísir/Hanna „Það er þess vegna líka algengt að horfa á landsframleiðslu á mann. Það er mælikvarðinn ef þú ætlar að bera okkur saman við það hvernig fólk hefur það í öðrum löndum.“ Landsframleiðsla á mann er einn þeirra mælikvarða sem hefur lengi verið notaður til að leggja mat á lífsgæði fólks. Kristrún segir að á síðustu árum hafi þó aukin áhersla verið lögð á önnur mælitæki og merki þess megi sjá í svokölluðum velsældarvísum sem Hagstofa Íslands tekur nú saman. Þar er reynt að horfa til félagslegra þátta við mat á hagsæld og lífsgæðum þjóðarinnar og meðal annars horft til umhverfislega mælikvarða á borð við loftgæði og heilsufarsmælikvarða á borð við líðan fólks. Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Íslenskir bankar Leitin að peningunum Efnahagsmál Tengdar fréttir Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 „Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. 12. mars 2021 11:00 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kristrún var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum þar sem hún ræddi meðal annars reynslu sína úr bankakerfinu, áhrifaríka umhyggju og útskýrði algeng hagfræðihugtök. Átti erfitt með að ræða árin í bankanum Kristrún flutti til Svíþjóðar árið 2009 til að fara í framhaldsnám í hagfræði og segir að aðrir hagfræðingar hafi verið mjög áhugasamir um að heyra um aðdraganda fjármálahrunsins og hvernig ástandið hafi verið í íslensku bönkunum. „Ég var bara enn þá einhvern veginn svo brotin eftir þetta að mér fannst erfitt að svara spurningum um þetta. Ég skammaðist mín svo ofboðslega, sérstaklega fyrir að hafa verið að vinna í banka og hafa ekki séð þetta fyrir einhvern veginn. Ég hlyti að hafa verið svakalega meðvirk og þetta hefði allt átt að vera augljóst.“ Hún hafi þó síðar áttað sig á því að um hafi verið að ræða flókna atburðarás sem hafi tekið langan tíma að skýra til fullnustu. Skipti um skoðun „Þegar ég var búin að vera úti í eitt til tvö ár var ég farin að svara þessum spurningum og velta því meira fyrir mér hvað ég gæti lært af þessu.“ Niðurstaðan hafi verið að þetta væri reynsla sem hún gæti byggt á og passað að gera hlutina öðruvísi. „Ég svona skipti um skoðun einhvers staðar á leiðinni og ákvað að segja ekki alveg skilið við fjármálageirann en ég lofaði sjálfri mér að verða aldrei meðvirk eða segja ekki neitt ef mér fyndist eitthvað athugunarvert.“ Kristrún sneri aftur til starfa í íslensku bankakerfi eftir að kom heim úr náminu í Svíþjóð.Vísir Margt breyst í dag Í dag starfar Kristrún sem forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka þar sem hún sér um að innleiða stefnur og umbreytingarverkefni. Hún segir íslenskt bankakerfi nú að mörgu leyti ólíkt því sem hún kynntist á árunum í kringum fjármálahrunið. ,,Það er rosalega mikið breytt, bæði hvað varðar kúlturinn, hvernig bankarnir eru að vinna, regluverkið og allt í kringum þá. Ég myndi segja að það sé rosalega erfitt að bera þetta saman. Þá voru líka bankarnir tífalt stærri en þeir eru í dag og með mikil umsvif erlendis.“ Hugtök sem margir heyra en færri skilja Síðar í þættinum skýrði Kristrún algeng hugtök á borð við stýrivexti og landsframleiðslu sem flestir kannast við að heyra ítrekað í umræðunni en oft án þess að átta sig fyllilega á merkingu þeirra. Hér á eftir koma skýringar á nokkrum slíkum hagfræðihugtökum. Stýrivextir Í sinni allra einföldustu mynd eru stýrivextir vextirnir sem Seðlabankinn notar til að reyna að stýra vöxtum á Íslandi og reyna að hafa áhrif á hegðun. „Seðlabanki Íslands vill hafa áhrif á verðbólgu og fleiri hagstærðir. Þeir velja sér vaxtastig og það er í rauninni setur svolítið tóninn í kerfinu þannig þegar þú ert að horfa á hvað bankarnir eru að gera með inn- og útlánsvexti þá stýrist það af stýrivöxtunum,“ segir Kristrún. „Ef Seðlabankinn hækkar vextina þá vill hann búa til hvata til að fólk spari meira af því að þá færðu hærri vexti á innstæðurnar eða skuldabréfin sem þú kaupir. Á móti kemur að þegar vextirnir hækka þá er dýrara að taka lán þannig að þú ert ólíklegri til að taka lán og fara í einhverjar framkvæmdir, fjárfestingar eða nýsköpun. En eins og núna í kreppunni þegar allt í einu eykst atvinnuleysi þá vill Seðlabankinn mjög gjarnan skapa störf og fá fólk til að fjárfesta. Þá lækkar hann vextina til þess að færri spari og fari frekar að eyða þessum peningum. Þannig getur þú skapað meiri umsvif í hagkerfinu. " Verðbólga Stýrivextir eru ekki síst notaðir til að reyna að halda aftur af verðbólgu en með henni er átt við það þegar verð hækka. Þetta getur gerst hægt en líka mjög hratt og er slík verðbólga kölluð óðaverðbólga. „Það tengist sparnaðinum og fjárfestingunni vegna þess að ef það er ofboðslega mikil eftirspurn og allir vilja fjárfesta og kaupa eitthvað þá vilja allir fá sömu vörurnar og verðlagið er líklegra til að hækka. Seðlabanki Íslands fer með stjórn peningamála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Þannig býrð þú til þenslu í kerfinu sem veldur því að það eru allir að hlaupa og reyna að kaupa sömu hluti og þá missirðu svolítið tökin á því að verðlagið fer að hækka. Sömuleiðis ef það er engin eftirspurn og enginn er að kaupa neinar vörur þá endar það með því að allt þarf að fara á útsölu og það endar með því að þú getur fengið neikvæðan spíral, og þá getur allt lækkað. Það er ekki gott heldur,“ segir Kristrún. Þess vegna sé reynt að halda ákveðnu jafnvægi þar sem ekki sé endilega best að hafa enga verðbólgu. Þetta birtist meðal annars í 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans en að sögn Kristrúnar tala flestir hagfræðingar fyrir því að reynt sé að viðhalda hóflegri verðbólgu í hagkerfinu. Verðtrygging Kristrún segir að íslenska verðtryggingin sé á margan hátt óvenjuleg og yfirleitt þurfi að útskýra þetta fyrirbæri fyrir erlendum hagfræðingum. Í grunnin feli verðtrygging í sér að fólk sé tryggt gegn áhrifum verðbólgu. „Þetta þýðir einfaldlega að þú getur verðtryggt, annað hvort innstæður eða útlán, sem þýðir að þú ert með einhverja vexti sem eru raunvextir og svo hækkar líka innstæðan eða lánið í takt við verðbólguna.“ Til að mynda ef lán er með 2% verðtryggða vexti þá borgar fólk vextina auk 2,5% verðbólguálags þar sem verðbólgan gerir það að verkum að minna fæst fyrir sama pening í lok tímabilsins. Kristrún segir að algengt sé að verðbólga og launaþróun fylgist að yfir lengri tíma. „Svona til lengri tíma litið þá eru hvoru tveggja með leitni upp á við þannig ef það er 20% verðbólga þá er alveg frekar líklegt að launin þín hækki líka. Þó krónutala lánsins sé að hækka þá á raunvirðið að haldast svona nokkurn veginn í jafnvægi þar sem þú hefur nú meira milli handanna en áður.“ Landsframleiðsla og hagvöxtur Með landsframleiðslu er jafnan átt við öll verðmæti sem þjóðin skapar á einu ári. „Ef landinu yrði lokað og við ættum engin viðskipti við útlönd þá væru þetta allar þær vörur og þjónusta sem við getum skapað og jafngildir neyslunni okkar. Einnig mætti hugsa þetta sem öll laun sem eru borguð og öll ávöxtun á sparifé, það er einhvers konar verðmætaaukning, þetta eru þau verðmæti sem við náum að skapa á einu ári og það er landsframleiðsla,“ segir Kristrún. Hagvöxtur eða samdráttur er því breytingin á landsframleiðslu milli ára, hvort hún eykst eða dregst saman. Almennt er þar ekki tekið tillit til fólksfjölgunar eða aukins vinnuafls. Hagstofa Íslands sér um hagskýrslugerð, útgáfu hagtalna og að halda utan um tölulegar upplýsingar sem varða hagi Íslands.Vísir/Hanna „Það er þess vegna líka algengt að horfa á landsframleiðslu á mann. Það er mælikvarðinn ef þú ætlar að bera okkur saman við það hvernig fólk hefur það í öðrum löndum.“ Landsframleiðsla á mann er einn þeirra mælikvarða sem hefur lengi verið notaður til að leggja mat á lífsgæði fólks. Kristrún segir að á síðustu árum hafi þó aukin áhersla verið lögð á önnur mælitæki og merki þess megi sjá í svokölluðum velsældarvísum sem Hagstofa Íslands tekur nú saman. Þar er reynt að horfa til félagslegra þátta við mat á hagsæld og lífsgæðum þjóðarinnar og meðal annars horft til umhverfislega mælikvarða á borð við loftgæði og heilsufarsmælikvarða á borð við líðan fólks. Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Íslenskir bankar Leitin að peningunum Efnahagsmál Tengdar fréttir Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 „Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. 12. mars 2021 11:00 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00
„Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. 12. mars 2021 11:00
Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01