Kauphöllin tútnar út í einhverri mestu efnahagskreppu sem sést hefur Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2021 12:33 Hverjum klukkan glymur. Verð hlutabréfa hefur hækkað mjög yfir páskana. vísir/vilhelm Hlutabréf í Kauphöllinni hækkað um 50 milljarða króna í dymbliviku. Gunnar Smári Egilsson hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins skoðaði þetta sérstaklega og hefur til marks um galna efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi gerst meðan þjóðin svaf, át súkkulaði og reifst um sóttvarnarhótel. „Kauphöllin blæs því út í miðri efnahagslegri niðursveiflu, heimsfaraldri og met atvinnuleysi. Það er ekkert að frétta af fjárfestingum einkafyrirtækja og opinber fjárfesting dregst saman. Það eina sem hreyfist er verðmiðinn á gömlum eignum. Engin ný störf hafa verið búin til tólf mánuðum eftir að kreppan skall á. Þetta er efnahagsstefna sem hefur það eitt markmið að verja eignir hinna ríku,“ segir Gunnar Smári. Hagur hinna ríku í fyrirrúmi Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári byggja útreikninga sína á opinberum upplýsingum; hann margfaldar hlutabréfin með genginu og ber saman við stöðuna fyrir tæpum tveimur vikum og í ársbyrjun 2020. Þetta megi sjá hér á vef Nasdaq yfir stöðuna í norðri. Ef ýtt er á hvert félag má sjá söguna og þróun virðis. Gunnar Smári velkist ekki í vafa um að allt kerfið vinnur fyrst og síðast að hag hinna ríku.vísir/vilhelm „Ég tók svo saman hlut lífeyrissjóða með því að skoða tuttugu stærstu í hverju félagi, en það má finna á vef hvers fyrirtækis,“ segir Gunnar Smári. 50 milljarðar króna jafngilda um 3 prósenta hækkun á virði hlutabréfanna á tæpum hálfum mánuði. Sem Gunnar Smári segir fullkomlega galið. „Til að verja hagnað hinna ríku mun ríkisstjórnin setja á lög um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er gert þegar kauphöllin hefur bólgnað svo mjög að allir vita að blaðran mun springa. Til að ná út hagnaði sínum þurfa hin ríku að fá almenning til að kaupa hlutabréf og viðhalda bólunni meðan þau læðast út. Þegar þau hafa leyst út gróðann fellur bólan yfir almenning. Samhliða þessu mun Seðlabankinn halda uppi virði krónunnar meðan hin ríku flýja hagkerfið og flytja fé sitt útlanda. Íslenska Kauphöllin.vísir/vilhelm Þegar það er búið mun gengi krónunnar falla yfir almenning,“ segir Gunnar Smári og dregur upp fremur dökka mynd af framtíðinni. Ríkasta fólkið leitar útgönguleiða með hagnaðinn Gunnar Smári segir að frá ársbyrjun 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, hafi virði hlutabréfanna í kauphöllinni hækkað um 483 milljarða króna. „Lífeyrissjóðir eiga um 46 prósent í kauphöllinni svo þeir bókfæra um 220 milljarða af þessari hækkun. Restin, um 260 milljarðar, eru gengishagnaður fjársterkra aðila. Af þeim má áætla að um 200 milljarðar króna tilheyri innlendum aðilum, mest 0,1 prósent ríkasta fólkinu sem hefur auðgast enn meira í kórónafaraldrinum. Það fólk er nú að leita að útleið fyrir þetta fé. Það ætlar ekki að brenna inni þegar bólan springur. Og það á og rekur ríkisstjórnina til að tryggja hagsmuni sína.“ Alþingiskosningar 2021 Verðlag Íslenska krónan Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins skoðaði þetta sérstaklega og hefur til marks um galna efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi gerst meðan þjóðin svaf, át súkkulaði og reifst um sóttvarnarhótel. „Kauphöllin blæs því út í miðri efnahagslegri niðursveiflu, heimsfaraldri og met atvinnuleysi. Það er ekkert að frétta af fjárfestingum einkafyrirtækja og opinber fjárfesting dregst saman. Það eina sem hreyfist er verðmiðinn á gömlum eignum. Engin ný störf hafa verið búin til tólf mánuðum eftir að kreppan skall á. Þetta er efnahagsstefna sem hefur það eitt markmið að verja eignir hinna ríku,“ segir Gunnar Smári. Hagur hinna ríku í fyrirrúmi Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári byggja útreikninga sína á opinberum upplýsingum; hann margfaldar hlutabréfin með genginu og ber saman við stöðuna fyrir tæpum tveimur vikum og í ársbyrjun 2020. Þetta megi sjá hér á vef Nasdaq yfir stöðuna í norðri. Ef ýtt er á hvert félag má sjá söguna og þróun virðis. Gunnar Smári velkist ekki í vafa um að allt kerfið vinnur fyrst og síðast að hag hinna ríku.vísir/vilhelm „Ég tók svo saman hlut lífeyrissjóða með því að skoða tuttugu stærstu í hverju félagi, en það má finna á vef hvers fyrirtækis,“ segir Gunnar Smári. 50 milljarðar króna jafngilda um 3 prósenta hækkun á virði hlutabréfanna á tæpum hálfum mánuði. Sem Gunnar Smári segir fullkomlega galið. „Til að verja hagnað hinna ríku mun ríkisstjórnin setja á lög um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er gert þegar kauphöllin hefur bólgnað svo mjög að allir vita að blaðran mun springa. Til að ná út hagnaði sínum þurfa hin ríku að fá almenning til að kaupa hlutabréf og viðhalda bólunni meðan þau læðast út. Þegar þau hafa leyst út gróðann fellur bólan yfir almenning. Samhliða þessu mun Seðlabankinn halda uppi virði krónunnar meðan hin ríku flýja hagkerfið og flytja fé sitt útlanda. Íslenska Kauphöllin.vísir/vilhelm Þegar það er búið mun gengi krónunnar falla yfir almenning,“ segir Gunnar Smári og dregur upp fremur dökka mynd af framtíðinni. Ríkasta fólkið leitar útgönguleiða með hagnaðinn Gunnar Smári segir að frá ársbyrjun 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, hafi virði hlutabréfanna í kauphöllinni hækkað um 483 milljarða króna. „Lífeyrissjóðir eiga um 46 prósent í kauphöllinni svo þeir bókfæra um 220 milljarða af þessari hækkun. Restin, um 260 milljarðar, eru gengishagnaður fjársterkra aðila. Af þeim má áætla að um 200 milljarðar króna tilheyri innlendum aðilum, mest 0,1 prósent ríkasta fólkinu sem hefur auðgast enn meira í kórónafaraldrinum. Það fólk er nú að leita að útleið fyrir þetta fé. Það ætlar ekki að brenna inni þegar bólan springur. Og það á og rekur ríkisstjórnina til að tryggja hagsmuni sína.“
Alþingiskosningar 2021 Verðlag Íslenska krónan Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira