Kauphöllin tútnar út í einhverri mestu efnahagskreppu sem sést hefur Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2021 12:33 Hverjum klukkan glymur. Verð hlutabréfa hefur hækkað mjög yfir páskana. vísir/vilhelm Hlutabréf í Kauphöllinni hækkað um 50 milljarða króna í dymbliviku. Gunnar Smári Egilsson hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins skoðaði þetta sérstaklega og hefur til marks um galna efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi gerst meðan þjóðin svaf, át súkkulaði og reifst um sóttvarnarhótel. „Kauphöllin blæs því út í miðri efnahagslegri niðursveiflu, heimsfaraldri og met atvinnuleysi. Það er ekkert að frétta af fjárfestingum einkafyrirtækja og opinber fjárfesting dregst saman. Það eina sem hreyfist er verðmiðinn á gömlum eignum. Engin ný störf hafa verið búin til tólf mánuðum eftir að kreppan skall á. Þetta er efnahagsstefna sem hefur það eitt markmið að verja eignir hinna ríku,“ segir Gunnar Smári. Hagur hinna ríku í fyrirrúmi Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári byggja útreikninga sína á opinberum upplýsingum; hann margfaldar hlutabréfin með genginu og ber saman við stöðuna fyrir tæpum tveimur vikum og í ársbyrjun 2020. Þetta megi sjá hér á vef Nasdaq yfir stöðuna í norðri. Ef ýtt er á hvert félag má sjá söguna og þróun virðis. Gunnar Smári velkist ekki í vafa um að allt kerfið vinnur fyrst og síðast að hag hinna ríku.vísir/vilhelm „Ég tók svo saman hlut lífeyrissjóða með því að skoða tuttugu stærstu í hverju félagi, en það má finna á vef hvers fyrirtækis,“ segir Gunnar Smári. 50 milljarðar króna jafngilda um 3 prósenta hækkun á virði hlutabréfanna á tæpum hálfum mánuði. Sem Gunnar Smári segir fullkomlega galið. „Til að verja hagnað hinna ríku mun ríkisstjórnin setja á lög um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er gert þegar kauphöllin hefur bólgnað svo mjög að allir vita að blaðran mun springa. Til að ná út hagnaði sínum þurfa hin ríku að fá almenning til að kaupa hlutabréf og viðhalda bólunni meðan þau læðast út. Þegar þau hafa leyst út gróðann fellur bólan yfir almenning. Samhliða þessu mun Seðlabankinn halda uppi virði krónunnar meðan hin ríku flýja hagkerfið og flytja fé sitt útlanda. Íslenska Kauphöllin.vísir/vilhelm Þegar það er búið mun gengi krónunnar falla yfir almenning,“ segir Gunnar Smári og dregur upp fremur dökka mynd af framtíðinni. Ríkasta fólkið leitar útgönguleiða með hagnaðinn Gunnar Smári segir að frá ársbyrjun 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, hafi virði hlutabréfanna í kauphöllinni hækkað um 483 milljarða króna. „Lífeyrissjóðir eiga um 46 prósent í kauphöllinni svo þeir bókfæra um 220 milljarða af þessari hækkun. Restin, um 260 milljarðar, eru gengishagnaður fjársterkra aðila. Af þeim má áætla að um 200 milljarðar króna tilheyri innlendum aðilum, mest 0,1 prósent ríkasta fólkinu sem hefur auðgast enn meira í kórónafaraldrinum. Það fólk er nú að leita að útleið fyrir þetta fé. Það ætlar ekki að brenna inni þegar bólan springur. Og það á og rekur ríkisstjórnina til að tryggja hagsmuni sína.“ Alþingiskosningar 2021 Verðlag Íslenska krónan Markaðir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins skoðaði þetta sérstaklega og hefur til marks um galna efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Þetta hafi gerst meðan þjóðin svaf, át súkkulaði og reifst um sóttvarnarhótel. „Kauphöllin blæs því út í miðri efnahagslegri niðursveiflu, heimsfaraldri og met atvinnuleysi. Það er ekkert að frétta af fjárfestingum einkafyrirtækja og opinber fjárfesting dregst saman. Það eina sem hreyfist er verðmiðinn á gömlum eignum. Engin ný störf hafa verið búin til tólf mánuðum eftir að kreppan skall á. Þetta er efnahagsstefna sem hefur það eitt markmið að verja eignir hinna ríku,“ segir Gunnar Smári. Hagur hinna ríku í fyrirrúmi Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári byggja útreikninga sína á opinberum upplýsingum; hann margfaldar hlutabréfin með genginu og ber saman við stöðuna fyrir tæpum tveimur vikum og í ársbyrjun 2020. Þetta megi sjá hér á vef Nasdaq yfir stöðuna í norðri. Ef ýtt er á hvert félag má sjá söguna og þróun virðis. Gunnar Smári velkist ekki í vafa um að allt kerfið vinnur fyrst og síðast að hag hinna ríku.vísir/vilhelm „Ég tók svo saman hlut lífeyrissjóða með því að skoða tuttugu stærstu í hverju félagi, en það má finna á vef hvers fyrirtækis,“ segir Gunnar Smári. 50 milljarðar króna jafngilda um 3 prósenta hækkun á virði hlutabréfanna á tæpum hálfum mánuði. Sem Gunnar Smári segir fullkomlega galið. „Til að verja hagnað hinna ríku mun ríkisstjórnin setja á lög um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er gert þegar kauphöllin hefur bólgnað svo mjög að allir vita að blaðran mun springa. Til að ná út hagnaði sínum þurfa hin ríku að fá almenning til að kaupa hlutabréf og viðhalda bólunni meðan þau læðast út. Þegar þau hafa leyst út gróðann fellur bólan yfir almenning. Samhliða þessu mun Seðlabankinn halda uppi virði krónunnar meðan hin ríku flýja hagkerfið og flytja fé sitt útlanda. Íslenska Kauphöllin.vísir/vilhelm Þegar það er búið mun gengi krónunnar falla yfir almenning,“ segir Gunnar Smári og dregur upp fremur dökka mynd af framtíðinni. Ríkasta fólkið leitar útgönguleiða með hagnaðinn Gunnar Smári segir að frá ársbyrjun 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, hafi virði hlutabréfanna í kauphöllinni hækkað um 483 milljarða króna. „Lífeyrissjóðir eiga um 46 prósent í kauphöllinni svo þeir bókfæra um 220 milljarða af þessari hækkun. Restin, um 260 milljarðar, eru gengishagnaður fjársterkra aðila. Af þeim má áætla að um 200 milljarðar króna tilheyri innlendum aðilum, mest 0,1 prósent ríkasta fólkinu sem hefur auðgast enn meira í kórónafaraldrinum. Það fólk er nú að leita að útleið fyrir þetta fé. Það ætlar ekki að brenna inni þegar bólan springur. Og það á og rekur ríkisstjórnina til að tryggja hagsmuni sína.“
Alþingiskosningar 2021 Verðlag Íslenska krónan Markaðir Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira