Enginn Sancho eða Lingard á EM ef Neville eða Carragher fengu að ráða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:30 Þessir tveir eru ekki á leiðinni á EM ef Gary Neville og Jamie Carragher hafa rétt fyrir sér. Nick Potts/Getty Images Í Monday Night Football í gærkvöld fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir hvaða 23 leikmenn þeir vilja sjá fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar fyrir Englands hönd. Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.
Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira