Segir Arteta að henda Aubameyang á bekkinn og spila Martinelli Anton Ingi Leifsson skrifar 5. apríl 2021 22:01 Aubameyang liggur í grasinu og Arteta fylgist með. Nú er spurning hvort að Aubameyang verði í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið. Stuart MacFarlane/Getty Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Mikel Arteta ætti að skella Pierre-Emerick Aubameyang á bekkinn og spila hinum nítján ára gamli Gabriel Martinelli. Arsenal tapaði 3-0 fyrir ensku meisturunum í Liverpool á laugardagskvöldið en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum. Af mörgum slökum leikmönnum Arsenal var Aubameyang ofarlega á listanum. „Þetta var 50. leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal og það er erfitt að muna eftir verri frammistöðu. Nú verður leikurinn á fimmtudaginn gegn Slavia Prag enn stærri,“ skrifaði Keown í pistli sínum á Daily Mail. „Arteta verður að taka stóra ákvörðun varðandi fyrirliðann. Hann setti fordæmi með að setja hann á bekkinn í norður Lundúnarslagnum nýlega. Aubameyang átti að byrja gegn Spurs en mætti of seint og var settur á bekkinn.“ Keown veltir fyrir sér hvort að Arteta missi álit leikmannahópsins ef að hann velur Aubameyang áfram í byrjunarliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Ætti Arteta að halda áfram að velja hann eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool? Ef hann heldur áfram að velja hann, þá gæti hann misst virðingu hópsins. Það er tími til þess að setja hinn 19 ára gamli Gabriel Martinelli inn.“ „Hann er of góður til þess að sitja á bekknum. Liðsfélagar hans sjá hann á æfingum og vita hvað hann getur svo þeir verða hissa ef hann spilar ekki. Ég verð það líka,“ skrifaði Keown. Allan pistil Keown má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mikel Arteta must DROP Pierre-Emerick Aubameyang and play Gabriel Martinelli | @MartinKeown5 https://t.co/Jgl0mZ1ZNn— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021 Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Arsenal tapaði 3-0 fyrir ensku meisturunum í Liverpool á laugardagskvöldið en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum. Af mörgum slökum leikmönnum Arsenal var Aubameyang ofarlega á listanum. „Þetta var 50. leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal og það er erfitt að muna eftir verri frammistöðu. Nú verður leikurinn á fimmtudaginn gegn Slavia Prag enn stærri,“ skrifaði Keown í pistli sínum á Daily Mail. „Arteta verður að taka stóra ákvörðun varðandi fyrirliðann. Hann setti fordæmi með að setja hann á bekkinn í norður Lundúnarslagnum nýlega. Aubameyang átti að byrja gegn Spurs en mætti of seint og var settur á bekkinn.“ Keown veltir fyrir sér hvort að Arteta missi álit leikmannahópsins ef að hann velur Aubameyang áfram í byrjunarliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Ætti Arteta að halda áfram að velja hann eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool? Ef hann heldur áfram að velja hann, þá gæti hann misst virðingu hópsins. Það er tími til þess að setja hinn 19 ára gamli Gabriel Martinelli inn.“ „Hann er of góður til þess að sitja á bekknum. Liðsfélagar hans sjá hann á æfingum og vita hvað hann getur svo þeir verða hissa ef hann spilar ekki. Ég verð það líka,“ skrifaði Keown. Allan pistil Keown má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mikel Arteta must DROP Pierre-Emerick Aubameyang and play Gabriel Martinelli | @MartinKeown5 https://t.co/Jgl0mZ1ZNn— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira