Páskaeggin við það að klárast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 15:20 Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. „Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“ Páskar Neytendur Verslun Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
„Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“
Páskar Neytendur Verslun Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira