Páskaeggin við það að klárast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 15:20 Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. „Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“ Páskar Neytendur Verslun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
„Við skiljum ekki alveg þessa aukningu sem er á milli ára því það var líka Covid-ástand á síðasta ári,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup. Hann segir um að ræða að minnsta kosti 30 prósenta aukningu milli ára. „Það hefur verið mikill hamagangur í þessu og þetta eru síðustu eggin í öllum verslunum og ég á von á því undir lok dags í dag að það verði fá páskaegg til á Íslandi. Framleiðendur hafa verið sveittir við það síðustu daga að gera það sem hægt er og framleiða það sem þeir geta með þessum stutta fyrirvara. Þeir verða glaðir með lítil skil þetta árið,“ segir hann. Spurður að því hvort aukið úrval spili þarna inn í, svarar Sigurður játandi. „Fjölskyldur eru pottþétt að prófa að kaupa eitt aukaegg sem er öðruvísi og annað sem er hinsegin og þeir sem eru miklir nammigrísir kaupa tvö í staðinn fyrir eitt,“ segir hann. „Við erum voða miklir nammigrísir á svona dögum og þegar við erum til dæmis með danska eða ameríska daga og öðruvísi nammi þá er það voða spennandi. Og það að það sé komin fjölbreytni í þetta, það er okkur mjög að skapi.“ Meiri alvarleiki í samfélaginu síðustu páska Undir þetta tekur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Þetta er algjör metsala í páskaeggjum frá upphafi Krónunnar og staðan er sú að framleiðendur hafa ekki haft undan; þeir eru bæði með fleiri vörutegundir og hafa daglega staðið í því að reyna að koma til móts við þá eftirspurn sem er í verslunum Krónunnar,“ segir hún. Unnið hafi verið að því að keyra með egg á milli verslana en í versluninni í Lindum, sem er ein af stærri Krónubúðunum, sé aðeins ein stæða eftir og hún muni örugglega klárast. Það séu helst litlu eggin sem enn eru fáanleg. Ásta segir neysluhegðunina hafa breyst vegna kórónuveirufaraldursins; fólk sé að leyfa sér að smakka fleiri en eitt egg og þá rýkur CocoPuffs úr hillunum eftir að tilkynnt var að það yrði ófánlegt innan tíðar vegna nýrrar uppskriftar sem brýtur í bága við Evrópulög. „Það er súkkulaðistemning í samfélaginu, sem gerir það að verkum að þetta er alveg einstök staða hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segir muninn á páskunum í ár og í fyrra mögulega þann að þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu almennt verið alvarlegra, þegar menn stóðu fyrst frammi fyrir nýrri farsótt. „Ég held persónulega að það hafi verið meira panikkástand í samfélaginu þá. Fólk var meira að hugsa um að kaupa klósettpappír og þurrvöru, og fiskibollur seldust upp. Það var öðruvísi stemning og meiri alvarleiki. Núna þekkjum við þetta og keyrum bara ferlið í gang og höfum svo kósý heima.“
Páskar Neytendur Verslun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira