Auðlindin virkar vel á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2021 14:04 Klara Öfjörð, sem er í forstöðumaður Auðlindarinnar á Selfossi, sem er til húsa í Gagnheiði 51. Magnús Hlynur Hreiðarsson Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni. Auðlindin er rekin á vegum félagsþjónustunnar hjá Sveitarfélaginu Árborg og er atvinnu og virkni úrræði fyrir fólk á aldrinum 16 til 30 ára. Starfsemin hefur gengið ótrúlega vel og miklu betur en menn þorðu að vona í upphafi. Klara Öfjörð er forstöðumaður Auðlindarinnar. „Hérna horfum við á hvern og einn einstakling, sem kemur hérna inn og vinnum út frá því. Ef að viðkomandi hefur áhuga á til dæmis tölvum, þá erum við jafnvel að setja saman til tölvur og búa til tölvuborð og smíðum svo nýjar tölvur. Svo erum við með streymi fyrir bæjarstjórnarfundi og fyrir þær stofnanir, sem eru hérna í sveitarfélaginu,“ segir Klara. Emblukonur gáfu Auðlindinni Þrívíddarprentara en hér eru þær frá vinstri, Kristjana Björg Júlíusdóttir, formaður Embla, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Klara, sem tók við gjöfinni og María Hauksdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi starfsemi hefur fengið mjög góðar viðtökur? „Já, mér finnst allavega fólk hér í samfélaginu taka þessu ótrúlega vel og það er alltaf boðið og búið að hjálpa til, það er alveg sama hvar maður leitar, það eru alltaf allir tilbúnir til að taka höndum saman og styðja við okkur.“ Nýjasta dæmið um velvild til Auðlindarinnar er Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, sem er eingöngu skipaður konum en þær komu færandi hendi í vikunni og gáfu Auðlindinni þrívíddarprentara að bestu gerð. Þórdís Eygló Sigurðardóttir er í klúbbnum. „Mér líst mjög vel á þessa starfsemi, þetta er alveg ofboðslega flott verkefni hérna og svona starfsemi eru er nauðsynlegt í hverju bæjarfélagi held ég,“ sagði Þórdís. Mjög fjölbreytt starfsemi fer fram í Auðlindinni þar sem tekist er á við fjölbreytt og skapandi verkefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Auðlindin er rekin á vegum félagsþjónustunnar hjá Sveitarfélaginu Árborg og er atvinnu og virkni úrræði fyrir fólk á aldrinum 16 til 30 ára. Starfsemin hefur gengið ótrúlega vel og miklu betur en menn þorðu að vona í upphafi. Klara Öfjörð er forstöðumaður Auðlindarinnar. „Hérna horfum við á hvern og einn einstakling, sem kemur hérna inn og vinnum út frá því. Ef að viðkomandi hefur áhuga á til dæmis tölvum, þá erum við jafnvel að setja saman til tölvur og búa til tölvuborð og smíðum svo nýjar tölvur. Svo erum við með streymi fyrir bæjarstjórnarfundi og fyrir þær stofnanir, sem eru hérna í sveitarfélaginu,“ segir Klara. Emblukonur gáfu Auðlindinni Þrívíddarprentara en hér eru þær frá vinstri, Kristjana Björg Júlíusdóttir, formaður Embla, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Klara, sem tók við gjöfinni og María Hauksdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi starfsemi hefur fengið mjög góðar viðtökur? „Já, mér finnst allavega fólk hér í samfélaginu taka þessu ótrúlega vel og það er alltaf boðið og búið að hjálpa til, það er alveg sama hvar maður leitar, það eru alltaf allir tilbúnir til að taka höndum saman og styðja við okkur.“ Nýjasta dæmið um velvild til Auðlindarinnar er Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, sem er eingöngu skipaður konum en þær komu færandi hendi í vikunni og gáfu Auðlindinni þrívíddarprentara að bestu gerð. Þórdís Eygló Sigurðardóttir er í klúbbnum. „Mér líst mjög vel á þessa starfsemi, þetta er alveg ofboðslega flott verkefni hérna og svona starfsemi eru er nauðsynlegt í hverju bæjarfélagi held ég,“ sagði Þórdís. Mjög fjölbreytt starfsemi fer fram í Auðlindinni þar sem tekist er á við fjölbreytt og skapandi verkefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira