Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. apríl 2021 13:04 Hanna Katrín telur reglugerð sem felur í sér skyldudvöl ákveðinna ferðamanna í sóttvarnahúsi fela í sér of mikið inngrip í frelsi fólks. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. Í 5. grein reglugerðarinnar er kveðið á um ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á svæði sem skilgreint er rautt samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu, eigi að dvelja í sóttkví eða einangrun í farsóttarhúsi. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er áheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd. Hún segist vonast eftir fundi í nefndinni sem allra fyrst, í dag eða á morgun, svo hægt verði að fá botn í málið. Hún telji aðgerðirnar of mikið inngrip í frelsi fólks sem hafi í önnur hús en farsóttarhús að venda hér á landi. „Ég hef lýst því yfir, sem og aðrir, að við erum til í að funda hvenær sem er til að fara yfir þessi mál og þá ekki síst með tilliti til þess hvernig þessi nýja reglugerð samrýmist tiltölulega nýsettum sóttvarnalögum,“ segir Hanna Katrín. Hún segir mörg álitamál koma upp þegar stjórnvöld þrengi að réttindum fólks, og því sé mikilvægt að fá skýrleika í málið. „Mér finnst líka mjög óþægilegt að heyra það í fréttum að það góða fólk sem vinnur við þetta farsóttarhús er ekki sjálft klárt á því hvaða frelsi fólk hefur innan hússins. Má það koma út úr herbergjum sínum eða er það lokað inni? Þetta eru hlutir sem er skellt á án umræðu. Ég átta mig á mikilvægi þess að það ríki hér ákveðin sátt um sóttvarnaaðgerðir, þannig virka þær best.“ Hún telur hins vegar mikilvægara að fram fari gagnrýnin umræða um þau höft sem sett eru á ferðafrelsi fólks og önnur réttindi. „Í stóru myndinni þá er það mikilvægara umræðuefni en nákvæmlega COVID-faraldurinn. Ég er ekki sammála því að gagnrýnar og málefnalegar umræður um hversu langt eigi að ganga sé samasemmerki á milli þess að verið sé að ýta undir óeiningu eða eitthvað slíkt. Það er bara allt annað mál,“ segir Hanna Katrín. Af þessum ástæðum segir Hanna Katrín mikilvægt að velferðarnefnd fundi um málið. Hún kveðst helst hafa viljað að umræða um reglugerðina hefði farið fram innan þingsins áður en hún var sett. „Mér finnst þessi mál eiga að koma til kasta þingsins.“ „Of langt gengið“ Hanna Katrín segist þá vera til í að sjá gögn sem sýni fram á áhættuna af því að treysta fólki til að halda eigin sóttkví, þegar það sé fyllilega upplýst um stöðuna. Ástandið hér á landi réttlæti ekki þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Mér finnst þetta mjög óþægilegt inngrip í frelsi fólks og væri til í að fá tækifæri til upplýstrar umræðu um raunverulega þörf á þessu, segir Hanna Katrín.Hún segist ekki telja að fólk hafi hagað sér á þann hátt að umræddar aðgerðir séu réttlætanlegar.„Sóttkví er af hinu góða, en þegar fólk getur sýnt fram á samastað hér á landi, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk með landvistarleyfi sem á heimili hér, þá er þetta of langt gengið. Þetta er bara of mikið inngrip,“ segir Hanna Katrín.Kallar eftir skýrleika Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, óskaði eftir fundinum til að fá skilgreiningaratriði málsins á hreint.„Nú er bara mjög stutt síðan við vorum að samþykkja ný sóttvarnalög og þar er skilgreining á sóttvarnahúsi og það er aðallega það sem ég var að horfa til og þar er það skilgreint sem staður sem einstaklingur sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Og ég velti því bara fyrir mér að hugsunin þarna að það ætti að vera hægt að skikka alla, eða ætti að vísa öllum á sama stað í sóttvarnahús í staðinn fyrir að þeir sem eiga samastað á Íslandi geti bara farið heim til sín,“ segir Halldóra.Halldóra segist sjálf telja standa tæpt á að reglugerðin samræmist sóttvarnalögum.Vísir/VilhelmHún segist sjálf efins um að reglugerðin samræmist skilgreiningunni í lögunum, sem orðrétt hljóðar á þessa leið:„Sóttvarnahús: Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“Varhugavert að skilgreiningar stangist áHalldóra segir áhyggjuefni ef reglugerðin samræmist ekki anda laganna og hefur meirihluti fulltrúa í velferðarnefnd Alþingis samþykkt að koma til fundar í páskahléi. Allir fulltrúar þurfa hins vegar að gefa samþykki sitt til þess að af honum verði.„Ég vil aðallega bara fá það á hreint hvort þetta standist lög eða ekki. Það er það fyrsta. Ég sé ekki að þetta sé í anda laganna. Ég sé ekki að þetta hafi verið vilji, hvorki velferðarnefndar né þingsins þegar þau voru að samþykkja þessi lög á sínum tíma og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli, að ráðherra sé ekki að setja reglugerðir sem samræmast ekki lögum.“Hún telji varhugavert að skilgreiningar í reglugerð annars vegar og lögum hins vegar fari ekki saman. Viðreisn Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1. apríl 2021 18:56 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Í 5. grein reglugerðarinnar er kveðið á um ferðamenn sem koma frá eða hafa dvalið á svæði sem skilgreint er rautt samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu, eigi að dvelja í sóttkví eða einangrun í farsóttarhúsi. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er áheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd. Hún segist vonast eftir fundi í nefndinni sem allra fyrst, í dag eða á morgun, svo hægt verði að fá botn í málið. Hún telji aðgerðirnar of mikið inngrip í frelsi fólks sem hafi í önnur hús en farsóttarhús að venda hér á landi. „Ég hef lýst því yfir, sem og aðrir, að við erum til í að funda hvenær sem er til að fara yfir þessi mál og þá ekki síst með tilliti til þess hvernig þessi nýja reglugerð samrýmist tiltölulega nýsettum sóttvarnalögum,“ segir Hanna Katrín. Hún segir mörg álitamál koma upp þegar stjórnvöld þrengi að réttindum fólks, og því sé mikilvægt að fá skýrleika í málið. „Mér finnst líka mjög óþægilegt að heyra það í fréttum að það góða fólk sem vinnur við þetta farsóttarhús er ekki sjálft klárt á því hvaða frelsi fólk hefur innan hússins. Má það koma út úr herbergjum sínum eða er það lokað inni? Þetta eru hlutir sem er skellt á án umræðu. Ég átta mig á mikilvægi þess að það ríki hér ákveðin sátt um sóttvarnaaðgerðir, þannig virka þær best.“ Hún telur hins vegar mikilvægara að fram fari gagnrýnin umræða um þau höft sem sett eru á ferðafrelsi fólks og önnur réttindi. „Í stóru myndinni þá er það mikilvægara umræðuefni en nákvæmlega COVID-faraldurinn. Ég er ekki sammála því að gagnrýnar og málefnalegar umræður um hversu langt eigi að ganga sé samasemmerki á milli þess að verið sé að ýta undir óeiningu eða eitthvað slíkt. Það er bara allt annað mál,“ segir Hanna Katrín. Af þessum ástæðum segir Hanna Katrín mikilvægt að velferðarnefnd fundi um málið. Hún kveðst helst hafa viljað að umræða um reglugerðina hefði farið fram innan þingsins áður en hún var sett. „Mér finnst þessi mál eiga að koma til kasta þingsins.“ „Of langt gengið“ Hanna Katrín segist þá vera til í að sjá gögn sem sýni fram á áhættuna af því að treysta fólki til að halda eigin sóttkví, þegar það sé fyllilega upplýst um stöðuna. Ástandið hér á landi réttlæti ekki þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Mér finnst þetta mjög óþægilegt inngrip í frelsi fólks og væri til í að fá tækifæri til upplýstrar umræðu um raunverulega þörf á þessu, segir Hanna Katrín.Hún segist ekki telja að fólk hafi hagað sér á þann hátt að umræddar aðgerðir séu réttlætanlegar.„Sóttkví er af hinu góða, en þegar fólk getur sýnt fram á samastað hér á landi, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk með landvistarleyfi sem á heimili hér, þá er þetta of langt gengið. Þetta er bara of mikið inngrip,“ segir Hanna Katrín.Kallar eftir skýrleika Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, óskaði eftir fundinum til að fá skilgreiningaratriði málsins á hreint.„Nú er bara mjög stutt síðan við vorum að samþykkja ný sóttvarnalög og þar er skilgreining á sóttvarnahúsi og það er aðallega það sem ég var að horfa til og þar er það skilgreint sem staður sem einstaklingur sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Og ég velti því bara fyrir mér að hugsunin þarna að það ætti að vera hægt að skikka alla, eða ætti að vísa öllum á sama stað í sóttvarnahús í staðinn fyrir að þeir sem eiga samastað á Íslandi geti bara farið heim til sín,“ segir Halldóra.Halldóra segist sjálf telja standa tæpt á að reglugerðin samræmist sóttvarnalögum.Vísir/VilhelmHún segist sjálf efins um að reglugerðin samræmist skilgreiningunni í lögunum, sem orðrétt hljóðar á þessa leið:„Sóttvarnahús: Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“Varhugavert að skilgreiningar stangist áHalldóra segir áhyggjuefni ef reglugerðin samræmist ekki anda laganna og hefur meirihluti fulltrúa í velferðarnefnd Alþingis samþykkt að koma til fundar í páskahléi. Allir fulltrúar þurfa hins vegar að gefa samþykki sitt til þess að af honum verði.„Ég vil aðallega bara fá það á hreint hvort þetta standist lög eða ekki. Það er það fyrsta. Ég sé ekki að þetta sé í anda laganna. Ég sé ekki að þetta hafi verið vilji, hvorki velferðarnefndar né þingsins þegar þau voru að samþykkja þessi lög á sínum tíma og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli, að ráðherra sé ekki að setja reglugerðir sem samræmast ekki lögum.“Hún telji varhugavert að skilgreiningar í reglugerð annars vegar og lögum hins vegar fari ekki saman.
Viðreisn Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1. apríl 2021 18:56 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59
Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1. apríl 2021 18:56
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48