Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 08:51 Áhuginn á eldsumbrotum í Geldingadölum er mikill. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. „Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
„Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51