Mygla fannst einnig í Korpuskóla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 21:57 Korpuskóli hefur staðið ónotaður um hríð. Börn úr Fossvogsskóla voru flutt þangað vegna mygluvanda en nú hefur mygla einnig fundist í Grafarvoginum. Reykjavíkurborg Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20
Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57