Þó nokkur slys hafa orðið á gönguleiðinni frá því eldgosið hófst og er þá helst um öklameiðsl eða meiðsli eftir að fólk hafi dottið. Hjálmar hvetur þá sem ætla að ganga að eldgosinu að búa til vel til útvistar. Það sé lykilatriði.
Tekin hefur verið ákvörðun um það að hafa svæðið við gosstöðvarnar opnar á milli níu á morgunanna og til miðnættis á kvöldin. Þó verður umferð inn á svæðið um Suðurlandsveg stöðvuð klukkan níu á kvöldin. Þannig verður það næstu daga en er þó breytingum háð til dæmis ef veður er óhagstætt.
Það er svo spáð léttskýjuðu veðri í öllum landshlutum í dag og þá ætti sólin að vera nægilega hátt á lofti til þess að veita nokkurn yl. Hiti yfir daginn verður væntanlega á bilinu tvö til sex stig. Það verður því fremur gott veður í dag.