Galið að enn sé komið fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:30 Frá leik Hauka og Vals í Olís deildinni í vetur. Valskonan Auður Ester Gestsdóttir reynir hér að stöðva Elínu Klöru Þorkelsdóttur hjá Haukum. Vísir/Hulda Margrét Íslenskur dósent í íþróttafræði vinnur að því að koma upp rannsóknarsetri sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér. Heilsa Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér.
Heilsa Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira