Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 20:55 Mynd sem ljósmyndari Vísis tók við gosstöðvarnar í kvöld. Lengst til hægri má sjá hvernig hraunið glóir enn þrátt fyrir að vera langt frá gígunum tveimur. Vísir/Vilhelm Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58