Börnin montin en öll sammála um að ekki þurfi að fara aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 19:30 Göngugarparnir sex við gosstöðvarnar í gær. Úr einkasafni Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. „Þeim fannst öllum mjög skemmtilegt og voru mjög montin með sig að hafa farið skellt sér,“ segir Lilja um gönguferðina sem tók um fimm klukkustundir. En það var ekki bros á vörum hverja einustu sekúndu. „Við höfðum aldrei áhyggjur af því að krakkarnir réðu ekki við þetta líkamlega. Þau eru vön því að ganga með okkur og við höfum tekið þau í langa göngutúra áður bæði á jafnsléttu sem og í fjallabrölti,“ segir Lilja um fjölskylduna sem má segja að sé yfir meðallagi virk. Kannski gott betur. Á leiðinni upp brattann.Úr einkasafni Stelpurnar eru þrjár, tvær níu ára og ein ellefu ára auk fjórtán ára stráks. Lilja segir þau eldri ekki hafa haft mikið fyrir þessu. „Yngri stelpurnar réðu sannarlega vel við þetta allan tímann líkamlega og þurfti ólétta konan stundum að halda í við þær báðar leiðir,“ segir Lilja sem á von á barni í sumar. Hún er gengin þrjátíu vikur. Spjall og skemmtilegir leikir „Eins og margir sem eiga börn kannast við þá kemur stundum moment af „ég nenni ekki að labba lengur“,“ segir Lilja. Þá sé það yfirleitt ekki líkamlega atgervið heldur hausinn sem tali. Göngustafirnir komu sér vel í brekkunni.Úr einkasafni „Þá er um að gera vera hvetjandi. Raunar er mitt besta ráð frekar en að hvetja endalaust að fara í einhvern leik eða spyrja byrja spurninga um eitthvað spennandi. Þá er þreytan oftast horfin eins og dögg fyrir sólu á núll-einni og tuðið verður að skemmtilegum samræðum.“ Undirritaður skellti sér sjálfur á gosstöðvarnar í gær og sá börn á öllum aldri. Sum voru í göngupokum en svo voru allt niður í fimm ára börn í göllum á göngu með foreldrum sínum. Einhver grétu og önnur runnu til og duttu. En flest voru ótrúlega öflug. Þrjátíu vikna laumufarþegi Lilja segir að henni hafi persónulega fundist gangan auðveldari en hún hafi reiknað með. „Ég er ólétt gengin 30 vikur og búin að lesa á ýmsum stöðum að þetta væri krefjandi ganga og var því að búast við öllu. Við hjónin tókum þá ákvörðun að ef okkur litist ekki á þetta fyrir mig eða krakkana þá myndum við snúa við,“ segir Lilja. Um níuleytið byrjaði að snjóa. Flestir voru sem betur fer með höfuðljós.Úr einkasafni „Fyrir utan brekkuna í byrjun göngunnar er þetta frekar þægileg leið og skemmtileg. Það er svo helst færðin sem skiptir máli. Á einum stað í brekkunni þar sem fólk situr og horfir yfir var smá kafli sem maður þurfti að þvera yfir,“ segir Lilja. Þau lögðu af stað í birtu upp úr klukkan sex en þá var bjart og stillt. Á leiðinni að eldgosinu. Aðstæður voru allt aðrar á bakaleiðinni. Klæða sig vel „Í snjókomu og myrkri þurfti maður að vanda sig á sleipum steinum og fara varlega. Eins voru hálkublettir inn á milli á troðna stígnum sem maður fann meira fyrir á heimleiðinni. Mér fannst persónulega betra að ganga aðeins í jaðrinum eða ekki alveg á stígnum enda var ekki þverfóta fyrir fólki á köflum.“ Lilja segir þau hafa lagt mikla áherslu á að klæða krakkana vel. Þótt öll lögin myndu þyngja krakkana aðeins á göngunni hafi þau metið sem svo að það væri alltaf betra að vera alveg örugg með klæðnað. Til dæmis ef veðrið myndi breytast, eins og varð raunin. Heitt kakó var afar vinsælt á meðal krakkanna sem foreldranna.Úr einkasafni „Krakkarnir voru því í að minnsta kosti tveimur lögum undir snjóbuxum eða galla, ullarsokkum og í kuldaskóm. Við keyptum vasaljós fyrir krakkana, höfuðljós fyrir okkur og gripum svo skíðagleraugun með sem kom að góðum notum þegar snjókoman skall á.“ Yngri stelpurnar hafi verið hvor með sinn göngustafinn til að styðja sig. Það hafi veitt þeim öryggi og verið smá sport. Öll sammála um að þurfa ekki að fara aftur „Ég keypti einnig hitapúða til að setja inní vettlinga fyrir kaldar fingur, en það kom ekki til þess að þurfa að nota þá.“ Lilja segir krakkana alla hafa verið mjög spennta fyrir ferðinni að lokinni söluræðu foreldranna. Því hafi ekki þurft að draga neinn með. Þau séu öll hæstáænægð í dag, að ævintýrinu loknu. „Þau eru þó öll sammála um að þau þurfi sko ekki að fara aftur. En við sjáum til með það,“ segir Lilja og hlær. Stuð, stuð og aftur stuð.Úr einkasafni „Þeim fannst öllum mjög skemmtilegt og voru mjög montin með sig að hafa farið skellt sér. Keyrðum heim með börn brosandi út að eyrum og skemmtileg reynsla komin í minningabankann. Við erum líka afskaplega stolt af þeim.“ Hún segist hafa lært það af ferðinni að börn séu miklu harðari af sér en maður geri sér grein fyrir. Foreldrar þekki eigin börn best „En auðvitað þurfa allir foreldrar að meta hvað hentar best fyrir þeirra barn.“ Aðspurð hvort þau myndu gera eitthvað öðruvísi í næstu ferð, hvort einhvern lærdóm megi draga af ferðinni í gær, nefnir hún að best væri að fara fyrr að deginum. Til að geta gengið báðar leiðir í birtu. Reipi hefur verið komið fyrir á gönguleiðinni til að hjálpa fólki upp og niður erfiðasta brattann.Vísir/Vilhelm „Það var visst ævintýri í því að vera í göngunni í myrkrinu með ljósin. En svo bættist snjókomina ofan á. Við hefðum líklegast notið göngunnar betur í dagsbirtunni. Það fylltist líka allt af fólki að drífa sig heim í snjókomunni,“ segir Lilja og vísar til hálku og þrengsla sem sköpuðust á köflum á gönguleiðinni. Tvennt sé lykilatriði. Hlýr klæðnaður og gott nesti. Heitt kakó og nóg af vatni „Ég er almennt þekkt fyrir að vera með alltof mikið nesti hvert sem ég fer, Við tókum með samlokur, flatkökur, kex pakka, súkkulaðistykki, heitt kakó, safa og nóg af vatni,“ segir Lilja. Gönguferðin frá bílastæðinu, að gosstöðvunum og til baka hafi verið á fimmtu klukkustund. Þau hafi gengið á tíunda kílómetra með rúmlega 250 metra hækkun. Þau voru í um klukkustund á gosstöðvunum að skoða eldgosið. „Við hefðum stoppað lengur ef veðrið hefði verið aðeins meira með okkur í liði þarna í lokin,“ segir Lilja. Veðurspá á Reykjanesi fyrir morgundaginn er góð og má reikna með að fjölmenni leggi leið sína á svæðið. Á Safetravel.is má finna frekari upplýsingar um stöðu mála á gosstöðvunum. Minnt er á góða gönguskó, hlýjan fatnað og að fylgjast vel með veðurspá. Þá er enn frekari upplýsingar að finna á heimasíðu Almannavarna. Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Fjallamennska Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Þeim fannst öllum mjög skemmtilegt og voru mjög montin með sig að hafa farið skellt sér,“ segir Lilja um gönguferðina sem tók um fimm klukkustundir. En það var ekki bros á vörum hverja einustu sekúndu. „Við höfðum aldrei áhyggjur af því að krakkarnir réðu ekki við þetta líkamlega. Þau eru vön því að ganga með okkur og við höfum tekið þau í langa göngutúra áður bæði á jafnsléttu sem og í fjallabrölti,“ segir Lilja um fjölskylduna sem má segja að sé yfir meðallagi virk. Kannski gott betur. Á leiðinni upp brattann.Úr einkasafni Stelpurnar eru þrjár, tvær níu ára og ein ellefu ára auk fjórtán ára stráks. Lilja segir þau eldri ekki hafa haft mikið fyrir þessu. „Yngri stelpurnar réðu sannarlega vel við þetta allan tímann líkamlega og þurfti ólétta konan stundum að halda í við þær báðar leiðir,“ segir Lilja sem á von á barni í sumar. Hún er gengin þrjátíu vikur. Spjall og skemmtilegir leikir „Eins og margir sem eiga börn kannast við þá kemur stundum moment af „ég nenni ekki að labba lengur“,“ segir Lilja. Þá sé það yfirleitt ekki líkamlega atgervið heldur hausinn sem tali. Göngustafirnir komu sér vel í brekkunni.Úr einkasafni „Þá er um að gera vera hvetjandi. Raunar er mitt besta ráð frekar en að hvetja endalaust að fara í einhvern leik eða spyrja byrja spurninga um eitthvað spennandi. Þá er þreytan oftast horfin eins og dögg fyrir sólu á núll-einni og tuðið verður að skemmtilegum samræðum.“ Undirritaður skellti sér sjálfur á gosstöðvarnar í gær og sá börn á öllum aldri. Sum voru í göngupokum en svo voru allt niður í fimm ára börn í göllum á göngu með foreldrum sínum. Einhver grétu og önnur runnu til og duttu. En flest voru ótrúlega öflug. Þrjátíu vikna laumufarþegi Lilja segir að henni hafi persónulega fundist gangan auðveldari en hún hafi reiknað með. „Ég er ólétt gengin 30 vikur og búin að lesa á ýmsum stöðum að þetta væri krefjandi ganga og var því að búast við öllu. Við hjónin tókum þá ákvörðun að ef okkur litist ekki á þetta fyrir mig eða krakkana þá myndum við snúa við,“ segir Lilja. Um níuleytið byrjaði að snjóa. Flestir voru sem betur fer með höfuðljós.Úr einkasafni „Fyrir utan brekkuna í byrjun göngunnar er þetta frekar þægileg leið og skemmtileg. Það er svo helst færðin sem skiptir máli. Á einum stað í brekkunni þar sem fólk situr og horfir yfir var smá kafli sem maður þurfti að þvera yfir,“ segir Lilja. Þau lögðu af stað í birtu upp úr klukkan sex en þá var bjart og stillt. Á leiðinni að eldgosinu. Aðstæður voru allt aðrar á bakaleiðinni. Klæða sig vel „Í snjókomu og myrkri þurfti maður að vanda sig á sleipum steinum og fara varlega. Eins voru hálkublettir inn á milli á troðna stígnum sem maður fann meira fyrir á heimleiðinni. Mér fannst persónulega betra að ganga aðeins í jaðrinum eða ekki alveg á stígnum enda var ekki þverfóta fyrir fólki á köflum.“ Lilja segir þau hafa lagt mikla áherslu á að klæða krakkana vel. Þótt öll lögin myndu þyngja krakkana aðeins á göngunni hafi þau metið sem svo að það væri alltaf betra að vera alveg örugg með klæðnað. Til dæmis ef veðrið myndi breytast, eins og varð raunin. Heitt kakó var afar vinsælt á meðal krakkanna sem foreldranna.Úr einkasafni „Krakkarnir voru því í að minnsta kosti tveimur lögum undir snjóbuxum eða galla, ullarsokkum og í kuldaskóm. Við keyptum vasaljós fyrir krakkana, höfuðljós fyrir okkur og gripum svo skíðagleraugun með sem kom að góðum notum þegar snjókoman skall á.“ Yngri stelpurnar hafi verið hvor með sinn göngustafinn til að styðja sig. Það hafi veitt þeim öryggi og verið smá sport. Öll sammála um að þurfa ekki að fara aftur „Ég keypti einnig hitapúða til að setja inní vettlinga fyrir kaldar fingur, en það kom ekki til þess að þurfa að nota þá.“ Lilja segir krakkana alla hafa verið mjög spennta fyrir ferðinni að lokinni söluræðu foreldranna. Því hafi ekki þurft að draga neinn með. Þau séu öll hæstáænægð í dag, að ævintýrinu loknu. „Þau eru þó öll sammála um að þau þurfi sko ekki að fara aftur. En við sjáum til með það,“ segir Lilja og hlær. Stuð, stuð og aftur stuð.Úr einkasafni „Þeim fannst öllum mjög skemmtilegt og voru mjög montin með sig að hafa farið skellt sér. Keyrðum heim með börn brosandi út að eyrum og skemmtileg reynsla komin í minningabankann. Við erum líka afskaplega stolt af þeim.“ Hún segist hafa lært það af ferðinni að börn séu miklu harðari af sér en maður geri sér grein fyrir. Foreldrar þekki eigin börn best „En auðvitað þurfa allir foreldrar að meta hvað hentar best fyrir þeirra barn.“ Aðspurð hvort þau myndu gera eitthvað öðruvísi í næstu ferð, hvort einhvern lærdóm megi draga af ferðinni í gær, nefnir hún að best væri að fara fyrr að deginum. Til að geta gengið báðar leiðir í birtu. Reipi hefur verið komið fyrir á gönguleiðinni til að hjálpa fólki upp og niður erfiðasta brattann.Vísir/Vilhelm „Það var visst ævintýri í því að vera í göngunni í myrkrinu með ljósin. En svo bættist snjókomina ofan á. Við hefðum líklegast notið göngunnar betur í dagsbirtunni. Það fylltist líka allt af fólki að drífa sig heim í snjókomunni,“ segir Lilja og vísar til hálku og þrengsla sem sköpuðust á köflum á gönguleiðinni. Tvennt sé lykilatriði. Hlýr klæðnaður og gott nesti. Heitt kakó og nóg af vatni „Ég er almennt þekkt fyrir að vera með alltof mikið nesti hvert sem ég fer, Við tókum með samlokur, flatkökur, kex pakka, súkkulaðistykki, heitt kakó, safa og nóg af vatni,“ segir Lilja. Gönguferðin frá bílastæðinu, að gosstöðvunum og til baka hafi verið á fimmtu klukkustund. Þau hafi gengið á tíunda kílómetra með rúmlega 250 metra hækkun. Þau voru í um klukkustund á gosstöðvunum að skoða eldgosið. „Við hefðum stoppað lengur ef veðrið hefði verið aðeins meira með okkur í liði þarna í lokin,“ segir Lilja. Veðurspá á Reykjanesi fyrir morgundaginn er góð og má reikna með að fjölmenni leggi leið sína á svæðið. Á Safetravel.is má finna frekari upplýsingar um stöðu mála á gosstöðvunum. Minnt er á góða gönguskó, hlýjan fatnað og að fylgjast vel með veðurspá. Þá er enn frekari upplýsingar að finna á heimasíðu Almannavarna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Fjallamennska Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira