Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 16:59 Héraðssaksóknari fer fram á að Jónmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019. Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.
Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56