Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 14:29 Albanski karlmaðurinn er einn fjórtán sakborninga í málinu. Vísir/Vilhelm Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46
Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir