Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 14:29 Albanski karlmaðurinn er einn fjórtán sakborninga í málinu. Vísir/Vilhelm Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46
Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14