Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2021 08:30 Bílaröð er þegar farin að myndast við Suðurstrandaveg upp úr klukkan níu í morgun. Vegurinn verður opnaður klukkan tíu. Aðsend Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55
Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10