Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 07:26 Domino's rekur fjölda pizzustaða hér á landi, meðal annars í Kringlunni. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu. Veitingastaðir Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu.
Veitingastaðir Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent