Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2021 13:09 Fjarlækningar eru alltaf stundaðar meira og meira hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Samsett „Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira