Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 21:49 Þúsundir hafa flúið átökin í Venesúela. EPA-EFE/MARIO CAICEDO Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir. Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir.
Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18