Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 16:23 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“ Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“
Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45