Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 19:11 Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni í farangri sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað
Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira